Fáklæddar fyrirsætur munu ekki lengur vera látnar ganga um með skilti í Formúlu 1 kappökstrum.
Stelpurnar hafa gengt því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti ökuþórunum sem komast á verðlaunapall.
Markaðsstjóri Formúlu 1, Sean Bratches, sagði breytinguna vera hluti af framtíðarsýn íþróttarinnar.
„Þrátt fyrir að skiltastelpur hafi verið hluti af Formúlu 1 í áratugi þá finnst okkur að þessi hefð sé ekki í takt við þau gildi sem við viljum tileinka okkur né við nútímasamfélag,“ sagði Bratches.
Í könnun sem BBC Sport gerði í desember vildi meira en helmingur þáttakenda að skiltastelpurnar yrðu áfram hluti af Formúlunni.
Margar stúlknanna eru þó ósáttar við þessa ákvörðun.
„Ég er í miklu uppnámi og bíður í raun við því að F1 hafi látið undan þrýstingi minnihlutans,“ sagðo Charlotte Gash sem var skiltastelpa í hlutastarfi.
„Ég veit að við eigum að vera þarna til þess að líta vel út þegar við erum úti á brautinni, en ég var aðallega í því að tala við stuðningsmennina og var í raun auglýsing fyrir styrktaraðilana. Við elskum vinnuna okkar og viljum ekki að hún sé tekin af okkur.“
Caroline Hall, fyrrum skiltastelpa, tekur undir með Gash.
„Mér finnst sorglegt að þeir hafi farið í svo afdrifaríka ákvörðun svo fljótt. Þeir hefðu getað nútímavætt hlutverkið fyrst í stað þess að taka það alveg út.“
Formúla 1 hættir að nota skiltastelpur

Tengdar fréttir

Konur fylgja karlkyns keppendum í pílu ekki lengur upp á svið
Ákveðið hefur verið að konur hætti að labba með körlum upp á svið.