Ný tæki á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2018 18:15 Krabbameinsfélag Íslands hefur nú endurnýjað að stórum hluta tækjabúnað Leitarstöðvarinnar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Safnað var fyrir tækjunum í Bleiku slaufunni 2016. Alls söfnuðust 132 milljónir í átakinu sem runnu óskiptar til tækjakaupanna. Endurnýjunin gerist í tveimur áföngum og hafa nú hópleitartæki verið uppfærð. Ávinningurinn af endurnýjuðum tækjabúnaði er meðal annars minni geislun og óþægindi við myndatökur, meiri hraði í myndatöku, nákvæmari skjáir sem bæta greiningarmöguleika, hagræðing vegna lægri bilanatíðni og sparnaður við viðhald tækjanna. „Þetta er til mikilla bóta og eykur gæðin í starfi okkar í leit að brjóstakrabbameini,” segir Magnús Baldvinsson, röngtenlæknir og yfirlæknir á Leitarstöðinni. „Þessi endurnýjun auðveldar mjög alla vinnu okkar og fullnægir nú þeim kröfum sem gerðar eru fyrir slíka starfsemi bæði varðandi gesti Leitarstöðvarinnar og starfsfólk hennar.“ „Hér er um mikið framfaraskref að ræða og afar ánægjulegt að hægt sé að styðja leitarstarfið með þessum hætti,” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Bleika slaufan nýtur mikillar velvildar meðal landsmanna og hér sjáum við á mjög afgerandi hátt hve miklu er hægt að áorka með dyggum stuðningi almennings.“ Í þessum fyrri áfanga voru hópleitartæki uppfærð, en einnig tölvu– og hugbúnaður sem notaður er við hópleitina ásamt hugbúnaði til geymslu og skoðunar á myndum. Einnig hafa nýir skjáir sem notaðir eru til greiningar á röntgenmyndum verið endurnýjaðir, en þeir búa yfir stóraukinni upplausn og fleiri greiningarmöguleikum sem auðvelda vinnu við greiningar á brjóstakrabbameini. Í seinni áfanganum verða tæki til sérskoðana uppfærð og keypt ný tæki sem innihalda möguleika til þrívíddargreiningar, myndatöku með skuggaefni og nýrri tækni við sýnatöku úr meinum. Einnig verða keypt ómtæki til notkunar við sérskoðanir og hugbúnaður fyrir boðun uppfærður. Skimað er eftir krabbameini í brjóstum hjá konum á aldrinum 40-69 ára. Konur eru hvattar til að panta sér tíma þegar þær fá boð um það. Í tilefni af alþjóðlega krabbameinsdeginum, sunnudaginn 4.febrúar, býður Krabbameinsfélagið landsmenn velkomna í Skógarhlíð 8 á milli klukkan 13:00-15:00 þar sem hægt verður að skoða tækin. Kynning á starfsemi hússins fer fram í Ráðgjafarþjónustu og á Leitarstöð. Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Krabbameinsfélag Íslands hefur nú endurnýjað að stórum hluta tækjabúnað Leitarstöðvarinnar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Safnað var fyrir tækjunum í Bleiku slaufunni 2016. Alls söfnuðust 132 milljónir í átakinu sem runnu óskiptar til tækjakaupanna. Endurnýjunin gerist í tveimur áföngum og hafa nú hópleitartæki verið uppfærð. Ávinningurinn af endurnýjuðum tækjabúnaði er meðal annars minni geislun og óþægindi við myndatökur, meiri hraði í myndatöku, nákvæmari skjáir sem bæta greiningarmöguleika, hagræðing vegna lægri bilanatíðni og sparnaður við viðhald tækjanna. „Þetta er til mikilla bóta og eykur gæðin í starfi okkar í leit að brjóstakrabbameini,” segir Magnús Baldvinsson, röngtenlæknir og yfirlæknir á Leitarstöðinni. „Þessi endurnýjun auðveldar mjög alla vinnu okkar og fullnægir nú þeim kröfum sem gerðar eru fyrir slíka starfsemi bæði varðandi gesti Leitarstöðvarinnar og starfsfólk hennar.“ „Hér er um mikið framfaraskref að ræða og afar ánægjulegt að hægt sé að styðja leitarstarfið með þessum hætti,” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Bleika slaufan nýtur mikillar velvildar meðal landsmanna og hér sjáum við á mjög afgerandi hátt hve miklu er hægt að áorka með dyggum stuðningi almennings.“ Í þessum fyrri áfanga voru hópleitartæki uppfærð, en einnig tölvu– og hugbúnaður sem notaður er við hópleitina ásamt hugbúnaði til geymslu og skoðunar á myndum. Einnig hafa nýir skjáir sem notaðir eru til greiningar á röntgenmyndum verið endurnýjaðir, en þeir búa yfir stóraukinni upplausn og fleiri greiningarmöguleikum sem auðvelda vinnu við greiningar á brjóstakrabbameini. Í seinni áfanganum verða tæki til sérskoðana uppfærð og keypt ný tæki sem innihalda möguleika til þrívíddargreiningar, myndatöku með skuggaefni og nýrri tækni við sýnatöku úr meinum. Einnig verða keypt ómtæki til notkunar við sérskoðanir og hugbúnaður fyrir boðun uppfærður. Skimað er eftir krabbameini í brjóstum hjá konum á aldrinum 40-69 ára. Konur eru hvattar til að panta sér tíma þegar þær fá boð um það. Í tilefni af alþjóðlega krabbameinsdeginum, sunnudaginn 4.febrúar, býður Krabbameinsfélagið landsmenn velkomna í Skógarhlíð 8 á milli klukkan 13:00-15:00 þar sem hægt verður að skoða tækin. Kynning á starfsemi hússins fer fram í Ráðgjafarþjónustu og á Leitarstöð.
Heilbrigðismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira