Yfir 3.000 Toyota Mirai vetnisbílar seldir í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2018 11:36 Toyota Mirai á vetnishleðslustöð. Þó svo flestir standi í þeirri trú að rafmagnsbílar munu einir leysa af bíla með hefðbundnum brunavélum eru þó sumir á því að kostirnir verði fleiri, meðal annars vetnisbílar. Það virðast að minnsta kosti yfir 3.000 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins taka undir vestur í Kaliforníu. Toyota kynnti Mirai með vetnisdrifrás þar í október árið 2015 og honum hefur greinilega verið tekið vel í þessu fylki þar sem langflestir umhverfisvænir bílar seljast þar í landi. Sala Mirai í Bandaríkjunum nemur reyndar 80% af öllum vetnisbílum seldum í landinu öllu. Þessi ágæta sala Mirai er reyndar á pari við áætlanir Toyota sem sagði um mitt ár 2015 að það myndi selja um 3.000 Mirai bíla í Kaliforníu til loka árs 2017. Drægni Mirai bílsins er 500 kílómetrar, eða um það bil það sama og í mörgum bílum sem ganga fyrir bensíni, svo drægnishræðsla ætti ekki að hræða frá kaupum. Það eru ekki nema 31 vetnishleðslustöð enn í Kaliforníu og til stendur að opna 12 nýjar á þessu ári. Ennfremur er Toyota í samstarfi við vetnisframleiðandann Air Liquide um uppsetningu á 12 öðrum stöðvum á svæðinu milli New York og Boston. Það eru helst Toyota og Hyundai sem leiða þróunina á hagkvæmum og langdrægum vetnisbílum og stutt er í að Hyundai kynni nýjan Nexo vetnisbíl með 600 km drægni. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent
Þó svo flestir standi í þeirri trú að rafmagnsbílar munu einir leysa af bíla með hefðbundnum brunavélum eru þó sumir á því að kostirnir verði fleiri, meðal annars vetnisbílar. Það virðast að minnsta kosti yfir 3.000 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins taka undir vestur í Kaliforníu. Toyota kynnti Mirai með vetnisdrifrás þar í október árið 2015 og honum hefur greinilega verið tekið vel í þessu fylki þar sem langflestir umhverfisvænir bílar seljast þar í landi. Sala Mirai í Bandaríkjunum nemur reyndar 80% af öllum vetnisbílum seldum í landinu öllu. Þessi ágæta sala Mirai er reyndar á pari við áætlanir Toyota sem sagði um mitt ár 2015 að það myndi selja um 3.000 Mirai bíla í Kaliforníu til loka árs 2017. Drægni Mirai bílsins er 500 kílómetrar, eða um það bil það sama og í mörgum bílum sem ganga fyrir bensíni, svo drægnishræðsla ætti ekki að hræða frá kaupum. Það eru ekki nema 31 vetnishleðslustöð enn í Kaliforníu og til stendur að opna 12 nýjar á þessu ári. Ennfremur er Toyota í samstarfi við vetnisframleiðandann Air Liquide um uppsetningu á 12 öðrum stöðvum á svæðinu milli New York og Boston. Það eru helst Toyota og Hyundai sem leiða þróunina á hagkvæmum og langdrægum vetnisbílum og stutt er í að Hyundai kynni nýjan Nexo vetnisbíl með 600 km drægni.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent