Fram vann stórsigur á Selfossi í 15. umferð Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. Með sigrinum minnkaði Fram forskot toppliðanna Vals og Hauka í tvö stig.
Heimakonur í Fram byrjuðu leikinn mun betur og var fljótlega ljóst að sigurinn yrði þeirra. Þær náðu sér hægt og rólega upp þægilegum mun og fóru með níu marka forystu inn í leikhléið.
Selfyssingar voru án tveggja mikilvægra leikmanna í kvöld, Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur og Perlu Ruth Albertsdóttur, og saknaði liðið þeirra greinilega.
Seinni hálfleikurinn var í raun aðeins formsatriði, Fram fór að lokum með tíu marka sigur, 28-18.
Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Marthe Sördal 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1.
Selfoss: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 6, Harpa Sólveig Brynarsdóttir 5, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Elva Rún Óskarsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Stórsigur Íslandsmeistaranna á Selfyssingum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
