Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00