„Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Telma Tómasson skrifar 30. janúar 2018 15:00 Lið Top Reiter. Stöð 2 Sport Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst næstkomandi fimmtudag, 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni. „Ég er mjög spenntur fyrir Meistaradeildinni, enda alltaf gaman þegar keppnistímabilið hefst. Persónulega er ég mjög vel hestaður og er spenntur að sjá hvernig þetta þróast hjá mér,“ segir Teitur spurður út í baráttuna sem framundan er á keppnisvellinum. Tveir nýliðar eru í liði Top Reiter í ár, sem Teitur segir að séu sterkir knapar. „Þetta eru stelpur sem eru gríðarlega keppnisreyndar og vita hvað þarf að gera til að ná árangri. Þær koma inn með hungrið og vilja til að sanna sig. Þær ætla að láta til sín taka og það smitar út frá sér. Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna, ekki spurning,“ segir Teitur í viðtali við fréttastofuna og má sjá kynningu á Top Reiter liðinu í meðfylgjandi myndskeiði. Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid.Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin. Hestar Tengdar fréttir Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst næstkomandi fimmtudag, 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni. „Ég er mjög spenntur fyrir Meistaradeildinni, enda alltaf gaman þegar keppnistímabilið hefst. Persónulega er ég mjög vel hestaður og er spenntur að sjá hvernig þetta þróast hjá mér,“ segir Teitur spurður út í baráttuna sem framundan er á keppnisvellinum. Tveir nýliðar eru í liði Top Reiter í ár, sem Teitur segir að séu sterkir knapar. „Þetta eru stelpur sem eru gríðarlega keppnisreyndar og vita hvað þarf að gera til að ná árangri. Þær koma inn með hungrið og vilja til að sanna sig. Þær ætla að láta til sín taka og það smitar út frá sér. Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna, ekki spurning,“ segir Teitur í viðtali við fréttastofuna og má sjá kynningu á Top Reiter liðinu í meðfylgjandi myndskeiði. Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid.Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin.
Hestar Tengdar fréttir Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50
Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00