Fjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er sá leikmaður í Olís-deild karla sem kom að flestum mörkum áður en deildin fór í sex vikna frí.
Kristján Örn kom alls að 152 mörkum í fjórtán leikjum Fjölnis eða 10,9 að meðaltali í leik. Hann er í 2. sæti yfir flest mörk (103 - 7,4 í leik) og er svo í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar (49 - 3,5 í leik).
Kristján Örn hélt upp á tvítugafmælið síðasta jóladag og á því sannarlega framtíðina fyrir sér í boltanum.
Kristján Örn hefur tíu marka forskot á næsta mann sem er FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Einar Rafn er í 2. sæti í stoðsendingum (59 - 4,2 í leik) og í 5. sæti yfir flest mörk (83 - 5,9 í leik).
Markahæsti maður deildarinnar, Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson, er í þriðja sæti og Framarinn Arnar Birkir Hálfdánsson er fjórði. Arnar Birkir er sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar eftir fjórtán umferðir.
Alls hafa fjórtán leikmenn náð því að koma með beinum hætti að hundrað mörkum eða meira í fyrstu fjórtán umferðunum. Selfyssingurinn ungi Haukur Þrastarson er síðastur inn í þann hóp en hann kom að akkurat 100 mörkum fyrir áramót.
Leikmenn sem hafa átt þátt í flestum mörkum:
(Tölur frá HBStatz úr fyrstu 14 umferðunum)
1. Kristján Örn Kristjánsson, Fjölni 152 (103+49)
2. Einar Rafn Eiðsson, FH 142 (83+59)
3. Teitur Örn Einarsson, Selfossi 139 (106+33)
4. Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram 136 (72+64)
5. Anton Rúnarsson, Val 134 (78+56)
6. Sigurbergur Sveinsson, ÍBV 118 (67+51)
7. Ásbjörn Friðriksson, FH 114 (77+37)
8. Daníel Ingason, Haukum 112 (82+30)
9. Aron Dagur Pálsson, Stjörnunni 111 (58+53)
10. Elvar Ásgeirsson, Aftureldingu 109 (68+41)
10. Bergvin Þór Gíslason, ÍR 109 (77+32)
12. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 103 (57+46)
13. Atli Már Báruson, Haukum 101 (53+48)
14. Haukur Þrastarson, Selfossi 100 (65+35)
15. Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Gróttu 97 (66+31)
16. Breki Dagsson, Fjölni 95 (52+43)
17. Róbert Aron Hostert, ÍBV 89 (59+30)
Kristján sá hættulegasti í Olís-deildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



