Óánægju gætir innan Bjartrar með samstarfið Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2018 08:00 Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur byggt tvö minni knatthús í Kaplakrika á síðasta áratug. Nú á að byggja knattspyrnuhús í fullri stærð. Þessi mynd er af byggingu minnsta hússins, sem kallað hefur verið Dvergurinn. vísir/gva Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira