Vegagerðin lokar ekki vegum að ástæðulausu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2018 19:00 Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur. Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur.
Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent