Ísland var 44. þjóðin sem kom inn á leikvanginn, á eftir Argentínu en á undan Írlandi. Alls taka 92 þjóðir þátt í leikunum ef við teljum Kóreu sem bæði Suður- og Norður-Kóreu. Kóreski hópurinn kom inn á völlinni í einu lagi.
Íslensku keppendurnir á leikunum eru auk Freydísar Höllu Einarsdóttur þau Elsa Guðrún Jónsdóttir, Isak S. Pedersen, Snorri Einarsson og Sturla Snær Snorrason.
Freydís Halla Einarsdóttir er keppandi í alpagreinum eins og Sturla Snær en hin þrjú keppa í síðagöngu.
Móthaldarar buðu upp á nýung á setningarhátíðinni að þessu sinni og því þurftu fánaberarnir að fara í sérstaka myndatöku.
Áður en Freydís Halla gekk á undan íslenska hópnum inn á leikvanginn þá fór hún fyrst með íslenska fánann í 360 gráðu myndavél eins og sést hér fyrir neðan.
Welcome to the Winter @Olympics, Iceland!
.
See more on @pyeongchang2018 here: https://t.co/ATwMuiY3lfpic.twitter.com/0a8Q7hdIN0
— Olympic Channel (@olympicchannel) February 9, 2018
Hér fyrir neðan býður Alþjóðaólympíunefndin íslenska hópinn velkomin til leiks á leikana.
Hello #ARG#ISL#IRL#AND#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/E7aS1waNYl
— Olympics (@Olympics) February 9, 2018