Handbolti

Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorsteinn og Elvar áttu báðir góðan leik í kvöld.
Þorsteinn og Elvar áttu báðir góðan leik í kvöld. vísir/vísir
Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri.

Safamýrapiltar, sem ekki hefur gengið mikið hjá undanfarið, byrjuðu mun betur og voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir leiddu að honum loknum 19-11.

Í síðari hálfleik náðu FH-ingar aðeins að saxa á forskotið, en ekki nægilega mikið til að slá Fram út af laginu og lokatölur átta marka sigur Fram, 35-27.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði níu mörk og Valdimar Sigurðsson átta fyrir Fram. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel á annan tug skota í marki Fram.

Hjá FH var lítil sem engin markvarsla og Jóhann Birgir Ingavrsson dró vagninn sóknarlega með sjö mörk.

Selfoss marði sigur á B-deildarliði Þróttar, 27-26, í Laugardalshöll í kvöld, en leikurinn var hin mesta skemmtun. Mikil spenna var allt til loka.

Þróttarar voru yfir í hálfleik, 14-13, en Selfyssingar náðu að snúa við taflinu í síðari hálfleik og tryggðu sér að lokum sæti í höllinni á ný á ævintýralegan hátt, 27-26. Árni Steinn Steinþórsson skoraði þá yfir allan völlinn, en markið má sjá hér að neðan.

Teitur Örn Einarsson var í sérflokki hjá gestunum, en hann skoraði ellefu mörk. Næstur kom Elvar Örn Jónsson með sex mörk.

Aron Valur Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir heimamenn og Aron Heiðar Guðmundsson fimm.

Áður höfðu Haukar tryggt sig í undanúrslitin, en ÍBV og Grótta leika um síðasta sætið 13. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×