Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 18:45 Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Vísir/AFP Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, segir Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ með árásum á sveitir hliðhollar Assad í nótt. Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Þá segjast Bandaríkin hafa brugðist við í sjálfsvörn þegar ráðist var á herstöð Kúrda og araba sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Efrat-dalnum. Um er að ræða umfangsmestu átök á milli bandalags Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og Assad-liða frá því að átökin hófust þar í landi. Talið er að rússneskir málaliðar hafi verið meðal Assad-liða og reynist það rétt er það í fyrsta sinn sem Bandaríkin fella Rússa í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir enga Rússa hafa verið á svæðinu. Þar að auki segja þeir að um 25 hafi særst og engir hafi látið lífið. Bandaríkin segja um 500 menn, studdir af stórskotaliði og skriðdrekum, hafi ráðist yfir Efrat-ána austur af borginni Deir al-Zour og á herstöð Syrian Democratic Forces þar. SDF eru regnhlífarsamtök Kúrda og Araba sem hafa tekið stóran hluta Sýrlands af Íslamska ríkinu. Einn meðlimur SDF er sagður hafa særst í árásinni. Bandarískir hermenn voru einnig á staðnum en þá sakaði ekki. Á svæðinu sem árásin átti sér stað eru gjöfular olíulindir. Bandaríkin segjast hafa orðið vör við uppbyggingu Assad-liða á svæðinu og að þeir hafi látið Rússa, sem standa við bakið á Assad, vita af veru SDF þar.Samkvæmt frétt BBC hefur Utanríkisráðuneyti Sýrlands sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og farið fram á að árásirnar verði fordæmdar. Ríkisstjórn Assad segir að um stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu sé að ræða.Assad-liðar hafa á undanförnum dögum gert fjölmargar loftárásir á bæi í Ghouta héraði sem uppreisnarmenn stjórna. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst 36 almenna borgara hafa dáið í árásunum í dag og að alls hafi 185 dáið frá því á mánudaginn. Sömuleiðis var ríkisstjórn Assad sökuð um að beita efnavopnum gegn almennum borgurum fyrr í vikunni. Læknir á svæðinu sem blaðamaður Guardian ræddi við segir Ghouta vera að „drukkna í blóði“. Sýrland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, segir Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ með árásum á sveitir hliðhollar Assad í nótt. Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Þá segjast Bandaríkin hafa brugðist við í sjálfsvörn þegar ráðist var á herstöð Kúrda og araba sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Efrat-dalnum. Um er að ræða umfangsmestu átök á milli bandalags Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og Assad-liða frá því að átökin hófust þar í landi. Talið er að rússneskir málaliðar hafi verið meðal Assad-liða og reynist það rétt er það í fyrsta sinn sem Bandaríkin fella Rússa í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir enga Rússa hafa verið á svæðinu. Þar að auki segja þeir að um 25 hafi særst og engir hafi látið lífið. Bandaríkin segja um 500 menn, studdir af stórskotaliði og skriðdrekum, hafi ráðist yfir Efrat-ána austur af borginni Deir al-Zour og á herstöð Syrian Democratic Forces þar. SDF eru regnhlífarsamtök Kúrda og Araba sem hafa tekið stóran hluta Sýrlands af Íslamska ríkinu. Einn meðlimur SDF er sagður hafa særst í árásinni. Bandarískir hermenn voru einnig á staðnum en þá sakaði ekki. Á svæðinu sem árásin átti sér stað eru gjöfular olíulindir. Bandaríkin segjast hafa orðið vör við uppbyggingu Assad-liða á svæðinu og að þeir hafi látið Rússa, sem standa við bakið á Assad, vita af veru SDF þar.Samkvæmt frétt BBC hefur Utanríkisráðuneyti Sýrlands sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og farið fram á að árásirnar verði fordæmdar. Ríkisstjórn Assad segir að um stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu sé að ræða.Assad-liðar hafa á undanförnum dögum gert fjölmargar loftárásir á bæi í Ghouta héraði sem uppreisnarmenn stjórna. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst 36 almenna borgara hafa dáið í árásunum í dag og að alls hafi 185 dáið frá því á mánudaginn. Sömuleiðis var ríkisstjórn Assad sökuð um að beita efnavopnum gegn almennum borgurum fyrr í vikunni. Læknir á svæðinu sem blaðamaður Guardian ræddi við segir Ghouta vera að „drukkna í blóði“.
Sýrland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira