Græn Borgarlína Skúli Helgason skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Umhverfisvernd er ekki lengur bara spurning um pólitíska forgangsröðun heldur beinlínis lykill að framtíð okkar hér á jörðinni. Það er siðferðisleg skylda okkar að bregðast við loftslagsvandanum, og skaðlegum fylgifiskum hans fyrir umhverfi og náttúru. Á sama tíma geta kjarkmiklar aðgerðir á sviði umhverfismála stóraukið lífsgæði borgarbúa. Eitt albesta dæmið um slíka aðgerð er hröð og markviss uppbygging Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt mannfjöldaspám má gera ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund manns fram til 2040 eða um nærri 40%. Ef 75% ferða verða áfram farin í einkabílum mun ferðatími lengjast um meira en helming og umferðatafir um 80%. Uppbygging umferðarmannvirkja sem gætu tekið við slíkum fjölda er óhugsandi vegna himinhrópandi kostnaðar, ósjálfbærrar landnotkunar og neikvæðra umhverfisáhrifa. Reynslan erlendis kennir okkur að breikkun helstu stofnbrauta og mislæg gatnamót eru skammgóður vermir. Akreinarnar fyllast jafnharðan og vegfarendur verða jafn illa, eða verr, settir og áður. Skynsamlegasta leiðin til að takast á við þetta verkefni er kraftmikil uppbygging almenningssamgangna. Þar er Borgarlína langáhrifaríkasta aðgerðin en hún felur í sér að komið verði upp hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem biðtími styttist til muna niður í 5-7 mínútur á álagstímum og jafnvel allt niður í 2 mínútur ef þörf er á meiri afkastagetu. Borgarlínan verður með forgang á umferðarljósum sem mun auðvelda farþegum að komast hratt og örugglega á milli staða. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Með uppbyggingu Borgarlínu vinnst afar margt. Slíkt almenningssamgöngukerfi er hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en einnig innan þeirra. Uppbygging hennar mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Með Borgarlínu drögum við úr mengun, styttum ferðatíma, aukum lífsgæði og byggjum upp græna borg.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Umhverfisvernd er ekki lengur bara spurning um pólitíska forgangsröðun heldur beinlínis lykill að framtíð okkar hér á jörðinni. Það er siðferðisleg skylda okkar að bregðast við loftslagsvandanum, og skaðlegum fylgifiskum hans fyrir umhverfi og náttúru. Á sama tíma geta kjarkmiklar aðgerðir á sviði umhverfismála stóraukið lífsgæði borgarbúa. Eitt albesta dæmið um slíka aðgerð er hröð og markviss uppbygging Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt mannfjöldaspám má gera ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund manns fram til 2040 eða um nærri 40%. Ef 75% ferða verða áfram farin í einkabílum mun ferðatími lengjast um meira en helming og umferðatafir um 80%. Uppbygging umferðarmannvirkja sem gætu tekið við slíkum fjölda er óhugsandi vegna himinhrópandi kostnaðar, ósjálfbærrar landnotkunar og neikvæðra umhverfisáhrifa. Reynslan erlendis kennir okkur að breikkun helstu stofnbrauta og mislæg gatnamót eru skammgóður vermir. Akreinarnar fyllast jafnharðan og vegfarendur verða jafn illa, eða verr, settir og áður. Skynsamlegasta leiðin til að takast á við þetta verkefni er kraftmikil uppbygging almenningssamgangna. Þar er Borgarlína langáhrifaríkasta aðgerðin en hún felur í sér að komið verði upp hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem biðtími styttist til muna niður í 5-7 mínútur á álagstímum og jafnvel allt niður í 2 mínútur ef þörf er á meiri afkastagetu. Borgarlínan verður með forgang á umferðarljósum sem mun auðvelda farþegum að komast hratt og örugglega á milli staða. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Með uppbyggingu Borgarlínu vinnst afar margt. Slíkt almenningssamgöngukerfi er hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en einnig innan þeirra. Uppbygging hennar mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Með Borgarlínu drögum við úr mengun, styttum ferðatíma, aukum lífsgæði og byggjum upp græna borg.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar