Kolbeinn: Vongóður um HM og vill fá að spila svo hann geti gleymt því sem hann gekk í gegnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu á EM 2016. Vísir/Getty Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í viðtali á heimasíðu franska liðsins Nantes og það er ekki hægt að heyra annað en að íslenski framherjinn sé orðinn mjög spenntur fyrir því að komast aftur inn á völlinn. Kolbeinn hefur verið að glíma við langvinn meiðsli og hefur sem dæmi ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í leiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í júlí 2016. „Það gengur allt vel. Ég var í burtu í eitt og hálft ár en er nú á lokasprettinum í endurhæfingunni og þetta lítur vel út. Ég er ánægður með hvernig þetta gengur og get ekki beðið eftir því að fá að spila,“ sagði Kolbeinn í viðtali á heimasíðu Nantes.Quand @ReneKrho décore notre viking @KSigthorsson... pic.twitter.com/EKDBbqJDrO — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég var um tíma ekki viss um framtíðina eða hvort að hnéð yrði í lagi. Það var það erfiðasta. Ég einbeitti mér að því að halda trú minni á að ég kæmi til baka. Sem betur fer er það erfiðasta að baki. Ég er jákvæður. Ég vonast til að fara spila sem fyrst svo ég geti gleymt því sem ég gekk í gegnum,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn æfir með liðinu og hefur gert það undanfarnar tvær vikur. „Það eru engin vandamál með hnéð. Ég fór í gegnum góða styrktarþjálfun áður en ég kom til baka og ég tel mig vera tilbúinn að stíga aftur inn á fótboltavöllinn,“ sagði Kolbeinn."Les remercier quand je reviendrai sur le terrain" Le petit mot de @KSigthorsson aux supporters pic.twitter.com/shAZApZwDQ — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég er orðinn mjög hungraður í það að spila aftur og að berjast fyrir mínu sæti í liðinu. Við erum í fimmta sæti í deildinni og það gengur mjög vel. Ég er tilbúinn,“ sagði Kolbeinn en hvenær verður fyrsti leikurinn? „Um leið og þjálfarinn kallar á mig. Ef hann kallar á mig um helgina þá er ég tilbúinn. Í fullri alvöru þá vonast ég eftir því að ég spili í þessum mánuði. Ég er ekki tilbúinn í 90 mínútur en ég er klár í að hjálpa liðinu. Mitt markmið var að koma aftur í febrúar. Ég nálgast það,“ sagði Kolbeinn en er möguleiki á því að hann spili með Íslandi á HM? „Af hverju ekki? Ef hlutirnir ganga áfram vel þá vonast ég eftir því að fá að taka þátt í því ævintýri. Það er samt langur vegur fyrir mig ennþá. En ef ég kemst í form og spila reglulega þá sé ég það ganga upp. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og það verður því ekki auðvelt að komast í liðið. Ég er samt jákvæður og vongóður,“ sagði Kolbeinn.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 Kolbeinn lék síðast með Nantes 28. ágúst 2016. Hann fór á láni til tyrkneska félagsins Galatasaray en spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Hann fór á endanum aftur til Nantes. Þegar Kolbeinn spilaði fyrir Nantes á móti í lok ágúst 2016 þá var þjálfari liðsins René Girard. Nú er þjálfari Nantes hinsvegar Ítalinn Claudio Ranieri sem var á þessum haustmánuðum 2016 að hefja titilvörn sína með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í viðtali á heimasíðu franska liðsins Nantes og það er ekki hægt að heyra annað en að íslenski framherjinn sé orðinn mjög spenntur fyrir því að komast aftur inn á völlinn. Kolbeinn hefur verið að glíma við langvinn meiðsli og hefur sem dæmi ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í leiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í júlí 2016. „Það gengur allt vel. Ég var í burtu í eitt og hálft ár en er nú á lokasprettinum í endurhæfingunni og þetta lítur vel út. Ég er ánægður með hvernig þetta gengur og get ekki beðið eftir því að fá að spila,“ sagði Kolbeinn í viðtali á heimasíðu Nantes.Quand @ReneKrho décore notre viking @KSigthorsson... pic.twitter.com/EKDBbqJDrO — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég var um tíma ekki viss um framtíðina eða hvort að hnéð yrði í lagi. Það var það erfiðasta. Ég einbeitti mér að því að halda trú minni á að ég kæmi til baka. Sem betur fer er það erfiðasta að baki. Ég er jákvæður. Ég vonast til að fara spila sem fyrst svo ég geti gleymt því sem ég gekk í gegnum,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn æfir með liðinu og hefur gert það undanfarnar tvær vikur. „Það eru engin vandamál með hnéð. Ég fór í gegnum góða styrktarþjálfun áður en ég kom til baka og ég tel mig vera tilbúinn að stíga aftur inn á fótboltavöllinn,“ sagði Kolbeinn."Les remercier quand je reviendrai sur le terrain" Le petit mot de @KSigthorsson aux supporters pic.twitter.com/shAZApZwDQ — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég er orðinn mjög hungraður í það að spila aftur og að berjast fyrir mínu sæti í liðinu. Við erum í fimmta sæti í deildinni og það gengur mjög vel. Ég er tilbúinn,“ sagði Kolbeinn en hvenær verður fyrsti leikurinn? „Um leið og þjálfarinn kallar á mig. Ef hann kallar á mig um helgina þá er ég tilbúinn. Í fullri alvöru þá vonast ég eftir því að ég spili í þessum mánuði. Ég er ekki tilbúinn í 90 mínútur en ég er klár í að hjálpa liðinu. Mitt markmið var að koma aftur í febrúar. Ég nálgast það,“ sagði Kolbeinn en er möguleiki á því að hann spili með Íslandi á HM? „Af hverju ekki? Ef hlutirnir ganga áfram vel þá vonast ég eftir því að fá að taka þátt í því ævintýri. Það er samt langur vegur fyrir mig ennþá. En ef ég kemst í form og spila reglulega þá sé ég það ganga upp. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og það verður því ekki auðvelt að komast í liðið. Ég er samt jákvæður og vongóður,“ sagði Kolbeinn.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 Kolbeinn lék síðast með Nantes 28. ágúst 2016. Hann fór á láni til tyrkneska félagsins Galatasaray en spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Hann fór á endanum aftur til Nantes. Þegar Kolbeinn spilaði fyrir Nantes á móti í lok ágúst 2016 þá var þjálfari liðsins René Girard. Nú er þjálfari Nantes hinsvegar Ítalinn Claudio Ranieri sem var á þessum haustmánuðum 2016 að hefja titilvörn sína með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira