Þegar ráðherrarnir láta sér ekki segjast Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:45 Formaður Dómarafélagsins segir að í Danmörku og Noregi sé nær óhugsandi að ráðherra fari gegn áliti nefnda við skipan dómara. Fréttablaðið/Antonbrink Vísir/ANTON Margir spyrja sig að því um þessar mundir hvað valdi því að jafn illa gangi að skipa dómara með farsælum hætti eins og raun ber vitni enda gengið á ýmsu í þeim efnum undanfarna áratugi. „Til að fá einhvern skilning á þessu held ég það þurfi að fara alla leið aftur á tíunda áratug síðustu aldar eða allavega aftur til aldamóta,“ segir Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, og segir breytinguna sem gerð var um skipun dómara árið 2010 ekki hafa verið gerða að ástæðulausu. Við setningu dómstólalaganna frá 1998 hafði ráðherra töluvert svigrúm við skipun dómara að fenginni umsögn Hæstaréttar, sem mat hæfi og hæfni dómaraefna við réttinn, og sérstakrar dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Umdeildar skipanir, til að mynda skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Hæstarétt árið 2003 og skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara árið 2008, rötuðu bæði til umboðsmanns Alþingis og Hæstaréttar. Í báðum tilvikum var farið gegn hinum lögbundnu umsagnaraðilum og var ráðherra ekki talinn hafa uppfyllt rannsóknarskyldu sína.Nær óhugsandi í Skandinavíu Það var ekki fyrr en 2010, í tíð Rögnu Árnadóttur að ráðist var í breytingar á lagaákvæðum um skipun dómara. Í skýrslu nefndar sem fengin var til að undirbúa breytingarnar var þó talið óþarft að ráðherra yrði beinlínis gert skylt að fara að tilmælum dómnefndar og vísað til framkvæmdarinnar á Norðurlöndunum: „Sú leið hefur heldur ekki verið farin í Danmörku og Noregi en þar er álitið nær óhugsandi að ráðherra fari gegn áliti nefndarinnar þótt ekki sé það bindandi.“ Í tíð þarsíðustu ríkisstjórnar var aftur hafin vinna af fullum krafti við að koma á millidómstigi. Í frumvarpi sem undirbúið var í dómsmálaráðuneytinu má sjá að ráðherra hugðist bakka með þær breytingar sem gerðar voru árið 2010 og auka svigrúm ráðherra að nýju og færa reglurnar aftur í gamla farið. Frumvarpið var hins vegar aldrei lagt fram á Alþingi í þeirri mynd, enda þessum fyrirætlunum mótmælt harðlega af helstu umsagnaraðilum þess. Með nýjum lögum um dómstóla sem samþykkt voru 2016 var fyrirkomulagið sem komið var á 2010 fest í sessi í meginatriðum. Og enn og aftur fer ráðherra gegn tillögu dómnefndar án þess að uppfylla rannsóknarskyldu sína. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki verið í samræmi við hin nýju lög og óvissa ríkir um gildi þeirra úrskurða og dóma sem Landsréttur hefur nú hafist handa við að kveða upp.Hæstiréttur sker úr Aðspurður um hvernig þeirri réttaróvissu sem af þessu leiðir verði eytt segir Skúli Hæstarétt muni skera um það. „Henni verður væntanlega eytt með úrlausn Hæstaréttar sem sker þá úr um það hvort annmarkar við skipun þessara tilteknu dómara leiði til þess að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs, segir Skúli og vísar til sömu stöðu sem var uppi í máli Evrópudómstólsins sem vitnað er til í umræðunni. Hin leiðin væri þá sú að krefjast ómerkingar áfrýjaðs dóms,“ segir Skúli. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs segir Skúli að væntanlega þurfi þá að hefja nýtt skipunarferli. Um ferlið eins og það er í dag segir Skúli það gera ráð fyrir því að allir handhafar ríkisvaldsins geti komið að skipunarferlinu en enginn þeirra fari með algert vald. „Umsagnarnefndin er ekki valdameiri en svo að ráðherra getur vikið frá tillögum hennar. Ráðherra er ekki valdameiri en svo að hann verður að bera tillögurnar undir Alþingi. Alþingi er svo aftur ekki valdameira en svo að það verður að vinna út frá tillögum ráðherra sem taka þá mið af vinnu hinnar faglegu stjórnsýslu. Svo skulum við ekki útiloka fjórða aðilann sem er forseti Íslands sem við getum sagt að sé hinn endanlegi öryggisventill á allt ferlið.“ Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Margir spyrja sig að því um þessar mundir hvað valdi því að jafn illa gangi að skipa dómara með farsælum hætti eins og raun ber vitni enda gengið á ýmsu í þeim efnum undanfarna áratugi. „Til að fá einhvern skilning á þessu held ég það þurfi að fara alla leið aftur á tíunda áratug síðustu aldar eða allavega aftur til aldamóta,“ segir Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, og segir breytinguna sem gerð var um skipun dómara árið 2010 ekki hafa verið gerða að ástæðulausu. Við setningu dómstólalaganna frá 1998 hafði ráðherra töluvert svigrúm við skipun dómara að fenginni umsögn Hæstaréttar, sem mat hæfi og hæfni dómaraefna við réttinn, og sérstakrar dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Umdeildar skipanir, til að mynda skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Hæstarétt árið 2003 og skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara árið 2008, rötuðu bæði til umboðsmanns Alþingis og Hæstaréttar. Í báðum tilvikum var farið gegn hinum lögbundnu umsagnaraðilum og var ráðherra ekki talinn hafa uppfyllt rannsóknarskyldu sína.Nær óhugsandi í Skandinavíu Það var ekki fyrr en 2010, í tíð Rögnu Árnadóttur að ráðist var í breytingar á lagaákvæðum um skipun dómara. Í skýrslu nefndar sem fengin var til að undirbúa breytingarnar var þó talið óþarft að ráðherra yrði beinlínis gert skylt að fara að tilmælum dómnefndar og vísað til framkvæmdarinnar á Norðurlöndunum: „Sú leið hefur heldur ekki verið farin í Danmörku og Noregi en þar er álitið nær óhugsandi að ráðherra fari gegn áliti nefndarinnar þótt ekki sé það bindandi.“ Í tíð þarsíðustu ríkisstjórnar var aftur hafin vinna af fullum krafti við að koma á millidómstigi. Í frumvarpi sem undirbúið var í dómsmálaráðuneytinu má sjá að ráðherra hugðist bakka með þær breytingar sem gerðar voru árið 2010 og auka svigrúm ráðherra að nýju og færa reglurnar aftur í gamla farið. Frumvarpið var hins vegar aldrei lagt fram á Alþingi í þeirri mynd, enda þessum fyrirætlunum mótmælt harðlega af helstu umsagnaraðilum þess. Með nýjum lögum um dómstóla sem samþykkt voru 2016 var fyrirkomulagið sem komið var á 2010 fest í sessi í meginatriðum. Og enn og aftur fer ráðherra gegn tillögu dómnefndar án þess að uppfylla rannsóknarskyldu sína. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki verið í samræmi við hin nýju lög og óvissa ríkir um gildi þeirra úrskurða og dóma sem Landsréttur hefur nú hafist handa við að kveða upp.Hæstiréttur sker úr Aðspurður um hvernig þeirri réttaróvissu sem af þessu leiðir verði eytt segir Skúli Hæstarétt muni skera um það. „Henni verður væntanlega eytt með úrlausn Hæstaréttar sem sker þá úr um það hvort annmarkar við skipun þessara tilteknu dómara leiði til þess að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs, segir Skúli og vísar til sömu stöðu sem var uppi í máli Evrópudómstólsins sem vitnað er til í umræðunni. Hin leiðin væri þá sú að krefjast ómerkingar áfrýjaðs dóms,“ segir Skúli. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs segir Skúli að væntanlega þurfi þá að hefja nýtt skipunarferli. Um ferlið eins og það er í dag segir Skúli það gera ráð fyrir því að allir handhafar ríkisvaldsins geti komið að skipunarferlinu en enginn þeirra fari með algert vald. „Umsagnarnefndin er ekki valdameiri en svo að ráðherra getur vikið frá tillögum hennar. Ráðherra er ekki valdameiri en svo að hann verður að bera tillögurnar undir Alþingi. Alþingi er svo aftur ekki valdameira en svo að það verður að vinna út frá tillögum ráðherra sem taka þá mið af vinnu hinnar faglegu stjórnsýslu. Svo skulum við ekki útiloka fjórða aðilann sem er forseti Íslands sem við getum sagt að sé hinn endanlegi öryggisventill á allt ferlið.“
Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira