Þrír prestar sem hlutu flestar tilnefningar í rafrænni könnun meðal 136 presta og djákna sem atkvæðisrétt hafa verða í kjöri til vígslubiskups í Skálholti.
Séra Eiríkur Jóhannsson í Háteigskirkju hlaut 51 tilnefningu, séra Kristján Björnsson á Eyrarbakka, sem er formaður Prestafélags Íslands, hlaut 44 tilnefningar og séra Axel Árnason í Njarðvík fékk 42. Póstkosning hefst 9. mars og lýkur 21. mars. „Framkvæmd og fyrirkomulag kosningarinnar verður auglýst nánar síðar,“ segir á vef þjóðkirkjunnar.
Alls nýttu 93 rétt sinn til tilnefningar og nefndu þeir samtals 42 einstaklinga.
Þrír í kjöri til vígslubiskups
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
