Menntamálaráðherra fundaði með seðlabankastjóra Suður Kóreu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira