Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 08:45 Klofningur er meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum. Margir telja tíma kominn á prófkjör en harðasti kjarninn felldi tillöguna með naumindum í janúar. Vísir Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47
Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30