Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Þórdís Valsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 23:30 Margeir Steinar Ingólfsson segir að hugmyndin um styttingu vinnuviku sé ekki ný af nálinni en ákvörðun var tekin um að fara af stað með þetta tilraunaverkefni eftir að hann og annar hluthafi Hugsmiðjunnar glímdu við líkamleg meiðsl í kjölfar slysa. Vísir/Anton Brink Hjá þekkingarfyrirtækinu Hugsmiðjunni var ákveðið fyrir tveimur árum að stytta vinnudag starfsfólks í sex klukkustundir á dag, án launaskerðingar. Niðurstöður úr tveggja ára tilraunaverkefnis sýna að framleiðni í fyrirtækinu jókst um 23 prósent á tveimur árum. Þá voru veikindadagar starfsmanna 44 prósentum færri og allir starfsmenn fyrirtækisins voru ánægðir með þessa breytingu. „Þetta er svo sem ekki hugmynd sem við erum að finna upp, þetta eru gamlar hugmyndir og ef við tökum sem dæmi þá var það breskur heimspekingur Bertrand Russel sem talaði um þetta á sínum tíma, hann fæddist á 19. öld. Það sem hann segir er að leiðin að meiri hagsæld og hamingju er að draga skipulega úr vinnu,“ segir Margeir Steinar Ingólfsson, hluthafi og stjórnarformaður Hugsmiðjunnar.Líkamleg veikindi og hugleiðsla ýttu verkefninu af stað Ákveðið var fyrir tveimur árum síðan að endurhugsa starfsemina og snúa forgangsröðinni við. „Hamingja starfsfólks skyldi vera númer eitt. Hugmyndin var að þetta myndi skila sér í einbeittari og betri starfskröftum og þar af leiðandi aukinni ánægju viðskiptavina – það myndi svo að lokum gera hluthafana ánægða,” segir í niðurstöðum tilraunaverkefnisins.Margeir segir að hann sjálfur og Þórarinn Friðjónsson rekstrarstjóri og hluthafi Hugsmiðjunnar hafi kastað þessum hugmyndum fram áður, en ekki tekið af skarið. „Það sem gerist síðan er að ég fer á pínulítið andlegt ferðalag og byrja að stunda mikið af hugleiðslu. Alls konar hlutir gerast þegar maður stundar hugleiðslu og einn af þeim er að maður verður sífellt meira maður sjálfur og öðlast ósjálfrátt dýpri skilning á öllum þáttum lífsins. Þetta er í raun lykilatriði í því af hverju ég vil stíga þetta skref,“ segir Margeir. Margeir segir að hann hafi sjálfur glímt við stoðkerfisvandamál sem hann segir vera afleiðingar alvarlegs bílslyss sem hann lenti í sem barn. „Ég svaf ekki á nóttunni, var verkjaður og gat varla setið í vinnunni. Ég átti í raun mjög erfitt með daginn þannig að sambland af þessu ýtti mér í þá átt að við ættum að endurhugsa hlutina. Það eru mikilvægari hlutir í lífinu sem skipta máli heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening.“ Þórarinn lenti einnig í alvarlegu skíðaslysi í Bandaríkjunum á svipuðum tíma og Margeir glímdi við líkamleg meiðsli. „Við erum báðir á sitt hvorum endanum að uppgötva lífið og þá förum við að hugleiða þetta af mjög mikilli alvöru,“ segir Margeir.„Minni vinna og allir vinna!“ Margar ástæður voru fyrir því að setja af stað þetta tilraunaverkefni, meðal þeirra er að auka gæðastundir starfsmanna með fjölskyldunni og skapa þannig fjölskylduvænni vinnumenningu. „Starfsfólk hefur getað nýtt styttri vinnudag til að njóta aukinna samvista með börnum sínum og tekið virkari þátt í uppeldinu. Minni vinna þýðir fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og ánægjulegra heimilislíf,“ segir á vefsíðu Hugsmiðjunnar. Margeir segir að þetta sé líka hugsjón hjá þeim í Hugsmiðjunni. „Það gerist um allan bæ að fólk er að eyða tveimur til þremur síðustu tímum vinnudagsins í að þykjast vera í vinnunni, bara til að fylla upp í. Það þorir enginn að fara heim því enginn er búinn að fara heim en fólk er kannski löngu búið að vinna. Vinnumenningin á Íslandi hefur einfaldlega bara ekki verið nógu góð.“ Þá segir Margeir að streita og álagstengd veikindi geti haft gríðarleg áhrif á fólk á vinnumarkaði. „Fólk getur brunnið út, það er svo ávísun á þunglyndi og kvíða, sem getur verið ávísun á örorku. Fjörutíu prósent þeirra sem eru óvinnufærir á vinnumarkaðnum í dag eru það út af svona geðröskunum, á meðan bara eitt prósent vegna krabbameina. Það er klárlega vandamál til staðar, þetta er ekki að virka,“ segir Margeir.Vinna sex klukkutíma á dag og hvílast betur Fyrirkomulagið er þannig að starfsmenn mæta klukkan níu um morgun til vinnu og þá hefst vinnudagurinn. Vinnudeginum lýkur svo klukkan 15:30, en gert er ráð fyrir því að starfsfólk taki sér þrjátíu mínútna matarhlé. „Hamingja starfsfólks hefur aukist, andleg og líkamleg heilsa þess batnað, þannig að veikindadögum hefur fækkað umtalsvert. Einbeiting er betri og þar með afköstin á vinnutíma. Þvert á svartsýnisspár hefur framleiðni aukist svo mikið að starfsfólk afkastar jafn miklu á sex tímum og það gerði áður á átta,“ segir í niðurstöðunum. Margeir segir að efasemdarmanneskjur hafi velt því fyrir sér hvernig hægt væri að útfæra þessa hugmynd í tengslum við vaktavinnu. „Ég er kannski ekki með svörin við öllu, en ég get sagt þér að ég myndi miklu frekar vilja láta lækni skera mig upp, ef á þarf að halda, sem vinnur á sex tíma vöktum og fær góða hvíld á milli heldur en lækni sem er keyrður áfram á löngum vöktum. Það löngum að hann fær ekki nægilega hvíld á milli,“ segir Margeir og bætir við að honum virðist skipulag vaktavinnu á Íslandi vera óheilbrigt.Ríki og borg prófa styttri vinnuviku Á morgun verða kynntar niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið hófst í mars 2015 og náði þá til Barnaverndar Reykjavíkur og skrifstofu þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts. Haustið 2016 bættust svo fleiri starfsstöðvar við verkefnið. Íslenska ríkið og BSRB settu einnig á laggirnar tilraunaverkefni þar sem vinnuvika starfsfólks var stytt úr 40 klukkustundum í 36. Verkefnið hófst 1. apríl á síðasta ári og voru fjórir vinnustaðir valdir til að taka þátt í verkefninu, Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Þjóðskrá. Í verkefninu verður rannsakað hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita og þar að auki hver áhrifin eru á líðan starfsmanna og starfsanda innan stofnananna.Aukin framleiðni og meiri lífsgæði launþega Björn Leví Gunnarsson þingmaður og allur þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um styttingu vinnuviku úr 40 klukkustundum í 35 klukkustundir. Í greinargerð með frumvarpinu segir að framleiðni á Íslandi er undir meðaltali OECD-landa þrátt fyrir langan vinnudag. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarpið er lagt fram á Alþingi. Þá segir einnig í greinargerðinni að fjöldi vinnustunda og jafnvægi milli vinnu og frítíma á Íslandi er borið saman við ástandið í öðrum löndum sjáist greinileg merki um slæma stöðu Íslands. „Markmið lagabreytingar þessarar er að auka markvisst framleiðni og lífsgæði launþega á Ísland með styttingu vinnuvikunnar, en líkt og skýrslur OECD hafa sýnt fram á haldast ekki endilega í hendur lengri vinnutími og meiri framleiðni,“ segir í greinargerðinni. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styttri vinnuvika talin hafa jákvæð áhrif Niðurstöður úr tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar benda til jákvæða áhrifa. 3. maí 2017 17:37 Stytta vinnuvikuna um fimm tíma Leikskólar sem reknir eru af Félagsstofnun stúdenta munu stytta vinnuviku starfsmanna sem nemur um fimm klukkustundum, niður í 35 tíma. 15. janúar 2018 09:58 Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Hjá þekkingarfyrirtækinu Hugsmiðjunni var ákveðið fyrir tveimur árum að stytta vinnudag starfsfólks í sex klukkustundir á dag, án launaskerðingar. Niðurstöður úr tveggja ára tilraunaverkefnis sýna að framleiðni í fyrirtækinu jókst um 23 prósent á tveimur árum. Þá voru veikindadagar starfsmanna 44 prósentum færri og allir starfsmenn fyrirtækisins voru ánægðir með þessa breytingu. „Þetta er svo sem ekki hugmynd sem við erum að finna upp, þetta eru gamlar hugmyndir og ef við tökum sem dæmi þá var það breskur heimspekingur Bertrand Russel sem talaði um þetta á sínum tíma, hann fæddist á 19. öld. Það sem hann segir er að leiðin að meiri hagsæld og hamingju er að draga skipulega úr vinnu,“ segir Margeir Steinar Ingólfsson, hluthafi og stjórnarformaður Hugsmiðjunnar.Líkamleg veikindi og hugleiðsla ýttu verkefninu af stað Ákveðið var fyrir tveimur árum síðan að endurhugsa starfsemina og snúa forgangsröðinni við. „Hamingja starfsfólks skyldi vera númer eitt. Hugmyndin var að þetta myndi skila sér í einbeittari og betri starfskröftum og þar af leiðandi aukinni ánægju viðskiptavina – það myndi svo að lokum gera hluthafana ánægða,” segir í niðurstöðum tilraunaverkefnisins.Margeir segir að hann sjálfur og Þórarinn Friðjónsson rekstrarstjóri og hluthafi Hugsmiðjunnar hafi kastað þessum hugmyndum fram áður, en ekki tekið af skarið. „Það sem gerist síðan er að ég fer á pínulítið andlegt ferðalag og byrja að stunda mikið af hugleiðslu. Alls konar hlutir gerast þegar maður stundar hugleiðslu og einn af þeim er að maður verður sífellt meira maður sjálfur og öðlast ósjálfrátt dýpri skilning á öllum þáttum lífsins. Þetta er í raun lykilatriði í því af hverju ég vil stíga þetta skref,“ segir Margeir. Margeir segir að hann hafi sjálfur glímt við stoðkerfisvandamál sem hann segir vera afleiðingar alvarlegs bílslyss sem hann lenti í sem barn. „Ég svaf ekki á nóttunni, var verkjaður og gat varla setið í vinnunni. Ég átti í raun mjög erfitt með daginn þannig að sambland af þessu ýtti mér í þá átt að við ættum að endurhugsa hlutina. Það eru mikilvægari hlutir í lífinu sem skipta máli heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening.“ Þórarinn lenti einnig í alvarlegu skíðaslysi í Bandaríkjunum á svipuðum tíma og Margeir glímdi við líkamleg meiðsli. „Við erum báðir á sitt hvorum endanum að uppgötva lífið og þá förum við að hugleiða þetta af mjög mikilli alvöru,“ segir Margeir.„Minni vinna og allir vinna!“ Margar ástæður voru fyrir því að setja af stað þetta tilraunaverkefni, meðal þeirra er að auka gæðastundir starfsmanna með fjölskyldunni og skapa þannig fjölskylduvænni vinnumenningu. „Starfsfólk hefur getað nýtt styttri vinnudag til að njóta aukinna samvista með börnum sínum og tekið virkari þátt í uppeldinu. Minni vinna þýðir fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og ánægjulegra heimilislíf,“ segir á vefsíðu Hugsmiðjunnar. Margeir segir að þetta sé líka hugsjón hjá þeim í Hugsmiðjunni. „Það gerist um allan bæ að fólk er að eyða tveimur til þremur síðustu tímum vinnudagsins í að þykjast vera í vinnunni, bara til að fylla upp í. Það þorir enginn að fara heim því enginn er búinn að fara heim en fólk er kannski löngu búið að vinna. Vinnumenningin á Íslandi hefur einfaldlega bara ekki verið nógu góð.“ Þá segir Margeir að streita og álagstengd veikindi geti haft gríðarleg áhrif á fólk á vinnumarkaði. „Fólk getur brunnið út, það er svo ávísun á þunglyndi og kvíða, sem getur verið ávísun á örorku. Fjörutíu prósent þeirra sem eru óvinnufærir á vinnumarkaðnum í dag eru það út af svona geðröskunum, á meðan bara eitt prósent vegna krabbameina. Það er klárlega vandamál til staðar, þetta er ekki að virka,“ segir Margeir.Vinna sex klukkutíma á dag og hvílast betur Fyrirkomulagið er þannig að starfsmenn mæta klukkan níu um morgun til vinnu og þá hefst vinnudagurinn. Vinnudeginum lýkur svo klukkan 15:30, en gert er ráð fyrir því að starfsfólk taki sér þrjátíu mínútna matarhlé. „Hamingja starfsfólks hefur aukist, andleg og líkamleg heilsa þess batnað, þannig að veikindadögum hefur fækkað umtalsvert. Einbeiting er betri og þar með afköstin á vinnutíma. Þvert á svartsýnisspár hefur framleiðni aukist svo mikið að starfsfólk afkastar jafn miklu á sex tímum og það gerði áður á átta,“ segir í niðurstöðunum. Margeir segir að efasemdarmanneskjur hafi velt því fyrir sér hvernig hægt væri að útfæra þessa hugmynd í tengslum við vaktavinnu. „Ég er kannski ekki með svörin við öllu, en ég get sagt þér að ég myndi miklu frekar vilja láta lækni skera mig upp, ef á þarf að halda, sem vinnur á sex tíma vöktum og fær góða hvíld á milli heldur en lækni sem er keyrður áfram á löngum vöktum. Það löngum að hann fær ekki nægilega hvíld á milli,“ segir Margeir og bætir við að honum virðist skipulag vaktavinnu á Íslandi vera óheilbrigt.Ríki og borg prófa styttri vinnuviku Á morgun verða kynntar niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið hófst í mars 2015 og náði þá til Barnaverndar Reykjavíkur og skrifstofu þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts. Haustið 2016 bættust svo fleiri starfsstöðvar við verkefnið. Íslenska ríkið og BSRB settu einnig á laggirnar tilraunaverkefni þar sem vinnuvika starfsfólks var stytt úr 40 klukkustundum í 36. Verkefnið hófst 1. apríl á síðasta ári og voru fjórir vinnustaðir valdir til að taka þátt í verkefninu, Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Þjóðskrá. Í verkefninu verður rannsakað hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita og þar að auki hver áhrifin eru á líðan starfsmanna og starfsanda innan stofnananna.Aukin framleiðni og meiri lífsgæði launþega Björn Leví Gunnarsson þingmaður og allur þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um styttingu vinnuviku úr 40 klukkustundum í 35 klukkustundir. Í greinargerð með frumvarpinu segir að framleiðni á Íslandi er undir meðaltali OECD-landa þrátt fyrir langan vinnudag. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarpið er lagt fram á Alþingi. Þá segir einnig í greinargerðinni að fjöldi vinnustunda og jafnvægi milli vinnu og frítíma á Íslandi er borið saman við ástandið í öðrum löndum sjáist greinileg merki um slæma stöðu Íslands. „Markmið lagabreytingar þessarar er að auka markvisst framleiðni og lífsgæði launþega á Ísland með styttingu vinnuvikunnar, en líkt og skýrslur OECD hafa sýnt fram á haldast ekki endilega í hendur lengri vinnutími og meiri framleiðni,“ segir í greinargerðinni.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styttri vinnuvika talin hafa jákvæð áhrif Niðurstöður úr tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar benda til jákvæða áhrifa. 3. maí 2017 17:37 Stytta vinnuvikuna um fimm tíma Leikskólar sem reknir eru af Félagsstofnun stúdenta munu stytta vinnuviku starfsmanna sem nemur um fimm klukkustundum, niður í 35 tíma. 15. janúar 2018 09:58 Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Styttri vinnuvika talin hafa jákvæð áhrif Niðurstöður úr tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar benda til jákvæða áhrifa. 3. maí 2017 17:37
Stytta vinnuvikuna um fimm tíma Leikskólar sem reknir eru af Félagsstofnun stúdenta munu stytta vinnuviku starfsmanna sem nemur um fimm klukkustundum, niður í 35 tíma. 15. janúar 2018 09:58
Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent