Aníta Hinriksdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet í 1500 metra hlaupi innanhúss sem hún sjálf átti frá því árið 2014, en Aníta er við keppni á móti í Þýskalandi.
Aníta kom í mark á 4:09,54 mínútum, en hún kom sú fimmta í mark á Bank Meeting-mótinu. Keppt var í Dusseldorf, en hún gerði sér lítið fyrir og bætti gamla Íslandsmet sitt um tíu sekúndur.
Aníta kom sú fimmta í mark, en Beatrice Chepkoech kom fyrst í mark rúmum fimm sekúndum á undan Anítu.
