Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið falið að útfæra gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Dettifoss og Skaftafell. Fréttablaðið/Stefán Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira