Leik ÍBV og Fjölnis í Olís-deild karla hefur aftur verið frestað. Spila átti í Eyjum í dag, en samgöngur eru ekki eins og best verður á kosið og því var frestað aftur.
Upphaflega átti að spila í gær, en þeim leik var einnig frestað vegna veðurs. Veðrið er ekki að leika við landann og aftur var frestað í kvöld.
Leiknum hefur því verið færður til morgundagsins, klukkan 18:30, en athygli vekur að ÍBV á að spila gegn Gróttu í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins á fimmtudag.
Það er því spurning hvort að ÍBV spili tvo leiki á tveim dögum, en það er sjaldséð verði það látið viðgangast.
Uppfært 21.00: Bikarleikur ÍBV og Gróttu verður spilaður þriðjudaginn 13. febrúar.
