Nýr formaður Skotvís: Veiðar og náttúruvernd ekki andstæðir pólar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Sem dæmi um fyrirkomulag sem gefist hefur vel nefnir Áki Ármann Jónsson hreindýraveiðar í Vatnajökulsþjóðgarði. vísir/stefán Aðkoma að endurskoðun á veiðilöggjöfinni og málefni miðhálendisþjóðgarðs eru meðal þess sem verður í brennidepli hjá nýjum formanni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Ný stjórn tók við um helgina. Fyrir tæpum tveimur vikum féllst ríkisstjórnin á tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þess efnis að skipuð yrði þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka á þingi, auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga og fulltrúa forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Með nefndinni mun starfa samráðshópur þeirra sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta, til að mynda náttúruverndarsamtök, útivistarsamtök, ferðaþjónustuaðilar, bændur og orkufyrirtæki.Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís„Við ætlum að taka þátt í þeirri vinnu og standa vakt um hagsmuni skotveiðimanna svo tryggt sé að samvinna og samráð verði haft um skotveiði,“ segir Áki Ármann Jónsson nýkjörinn formaður Skotvís. Áki heftur starfað sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun undanfarin fimmtán ár en var áður veiðistjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Víðir Hauksson varaformaður, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson. Ekki er til ein algild regla um hvort veiði sé leyfð í þjóðgörðum eður ei. Eru þeir í raun með mismunandi skilgreind verndarviðmið. „Hingað til hefur sú leið yfirleitt verið farin að hægt sé að halda áfram hefðbundnum nytjum. Þá verður auðvitað að vera tryggt að náttúran fái að þróast áfram á sínum forsendum og veiðarnar séu sjálfbærar,“ segir Áki. Sem dæmi um fyrirkomulag sem hafi gefið ágæta raun nefnir hann meðal annars hreindýraveiðar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það á ekki að banna veiðar bara til að banna þær.“ Áki segir að nýrrar stjórnar bíði fleiri verkefni. Til standi að taka veiðistjórnunarkerfið og vopnalög til endurskoðunar á næstunni. „Ég geri fastlega ráð fyrir að sú vinna fari af stað á árinu,“ segir Áki. „Í allri vinnu og umræðu um náttúruvernd verður að muna að veiðar og umhverfisvernd eru ekki andstæðir pólar. Oft á tíðum eru veiðar jákvæðar fyrir náttúruvernd og geta stundum unnið sérstaklega með hagsmunum náttúrunnar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir náttúrunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Aðkoma að endurskoðun á veiðilöggjöfinni og málefni miðhálendisþjóðgarðs eru meðal þess sem verður í brennidepli hjá nýjum formanni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Ný stjórn tók við um helgina. Fyrir tæpum tveimur vikum féllst ríkisstjórnin á tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þess efnis að skipuð yrði þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka á þingi, auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga og fulltrúa forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Með nefndinni mun starfa samráðshópur þeirra sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta, til að mynda náttúruverndarsamtök, útivistarsamtök, ferðaþjónustuaðilar, bændur og orkufyrirtæki.Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís„Við ætlum að taka þátt í þeirri vinnu og standa vakt um hagsmuni skotveiðimanna svo tryggt sé að samvinna og samráð verði haft um skotveiði,“ segir Áki Ármann Jónsson nýkjörinn formaður Skotvís. Áki heftur starfað sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun undanfarin fimmtán ár en var áður veiðistjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Víðir Hauksson varaformaður, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson. Ekki er til ein algild regla um hvort veiði sé leyfð í þjóðgörðum eður ei. Eru þeir í raun með mismunandi skilgreind verndarviðmið. „Hingað til hefur sú leið yfirleitt verið farin að hægt sé að halda áfram hefðbundnum nytjum. Þá verður auðvitað að vera tryggt að náttúran fái að þróast áfram á sínum forsendum og veiðarnar séu sjálfbærar,“ segir Áki. Sem dæmi um fyrirkomulag sem hafi gefið ágæta raun nefnir hann meðal annars hreindýraveiðar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það á ekki að banna veiðar bara til að banna þær.“ Áki segir að nýrrar stjórnar bíði fleiri verkefni. Til standi að taka veiðistjórnunarkerfið og vopnalög til endurskoðunar á næstunni. „Ég geri fastlega ráð fyrir að sú vinna fari af stað á árinu,“ segir Áki. „Í allri vinnu og umræðu um náttúruvernd verður að muna að veiðar og umhverfisvernd eru ekki andstæðir pólar. Oft á tíðum eru veiðar jákvæðar fyrir náttúruvernd og geta stundum unnið sérstaklega með hagsmunum náttúrunnar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir náttúrunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira