Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. vísir/epa Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira