Hefðir í rótgrónum skólum: "Morgunsöngur, uppstoppuð dýr og menningarverðmæti“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 20:00 Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira