Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri er til húsa í Hofsbót 4 og þjónar öllu Norðurlandi. Um 7.000 komur eru skráðar á deildina ár hvert, að því er segir á heimasíðu SÁÁ. Vísir/Auðunn Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Að óbreyttu verður deildinni lokað vegna skorts á fjármagni. Fram hefur komið í fréttum að framkvæmdastjórn SÁÁ hafi samþykkt að hefja undirbúning að lokun deildarinnar á Akureyri þar sem ekki hafi næg framlög borist frá ríkinu til reksturs hennar undanfarin þrjú ár. Á fundi sínum í gær fjallaði bæjarráð Akureyrar um stöðuna í rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson er formaður bæjarráðs og segir ljóst að ef ekki komi til frekara fjármagn frá ríkinu þá stefni í lokun um næstu áramót. „Við munum að sjálfsögðu þrýsta á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni að að halda úti göngudeildarþjónustu á Akureyri.“Mikilvæg starfsemi Guðmundur kveðst hafa fulla trú á því að með sameiginlegu átaki ríkis og bæjar takist að tryggja áframhaldandi þjónustu fyrir ávana- og fíkniefnasjúklinga. En hefur bæjarstjórn fengið hefur einhver viðbrögð frá yfirvöldum við þessu? „Við höfum svo sem verið að láta þingmenn okkar vita og Njáll Trausti [Friðbertsson] þingmaður [Sjálfstæðisflokksins] var með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í síðustu viku á Alþingi og við erum að nota alls sem við getum til að þrýsta á þetta. Þetta er afskaplega mikilvæg starfsemi sem við þurfum að halda hérna á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar. Heilbrigðismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Að óbreyttu verður deildinni lokað vegna skorts á fjármagni. Fram hefur komið í fréttum að framkvæmdastjórn SÁÁ hafi samþykkt að hefja undirbúning að lokun deildarinnar á Akureyri þar sem ekki hafi næg framlög borist frá ríkinu til reksturs hennar undanfarin þrjú ár. Á fundi sínum í gær fjallaði bæjarráð Akureyrar um stöðuna í rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson er formaður bæjarráðs og segir ljóst að ef ekki komi til frekara fjármagn frá ríkinu þá stefni í lokun um næstu áramót. „Við munum að sjálfsögðu þrýsta á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni að að halda úti göngudeildarþjónustu á Akureyri.“Mikilvæg starfsemi Guðmundur kveðst hafa fulla trú á því að með sameiginlegu átaki ríkis og bæjar takist að tryggja áframhaldandi þjónustu fyrir ávana- og fíkniefnasjúklinga. En hefur bæjarstjórn fengið hefur einhver viðbrögð frá yfirvöldum við þessu? „Við höfum svo sem verið að láta þingmenn okkar vita og Njáll Trausti [Friðbertsson] þingmaður [Sjálfstæðisflokksins] var með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í síðustu viku á Alþingi og við erum að nota alls sem við getum til að þrýsta á þetta. Þetta er afskaplega mikilvæg starfsemi sem við þurfum að halda hérna á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar.
Heilbrigðismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira