Íslensku krossfit drottningarnar munu nefnilega mætast í beinni útsendingu í mars þegar æfingarnar í fimmta hlutanum á Crossfit Open verða kynntar í CrossFit Reykjavík.
Þetta eru þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Saman hafa þær unnið fjóra heimsleika og alls komist níu sinnum á pall á heimsleikunum í krossfit.
Allar þjár enduðu þær meðal fimm efstu kvenna á síðustu heimsleikum. Anníe Mist varð þá í þriðja sæti, Sara varð fjórða og Katrín Tanja endaði í fimmta sæti.
Sara bauð upp í dans þegar hún vakti athygli á þessu á Instagram en Reykjanesbæjarmærin boðað stríð eins og sjá má hér fyrir neðan.
So! I´ll be going up against these two LIVE in the 18.5 Open Announcement in March That means WAR . . #Crossfit #OpenAnnouncement #Reykjavik #TheDottirs #Dottir #LookingForwardToIt #LetTheGamesBegin
A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 1, 2018 at 11:23am PST
Katrín Tanja tók undir þetta á Instagram. „Sara Sigmunds orðaði þetta best. Þetta verður stríð.,“ skrifaði Katrín Tanja og það er alveg ljóst að það verður ekkert gefið eftir 22. mars næstkomandi þegar stelpurnar okkar eiga sviðsljósið.
Anníe Mist talað um „Some Serious DOTTIR power“ og sagðist hlakka mikið til að að keppa við hinar tvær eins og sjá má hér fyrir neðan.
Some Serious DOTTIR power!!! Soooooo excited we get to do the 18.5 this year the three of us at CrossFit Reykjavik!! #crossfitgames @crossfitgames @katrintanja @sarasigmunds
A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 1, 2018 at 3:00pm PST
