Eftir erfiðan fyrri hálfleik þá skoraði Elvar Örn tíu mörk úr ellefu skotum í síðari hálfleik. Ótrúleg frammistaða gegn Íslands- og bikarmeisturunum.
„Það er þvílíkur plús fyrir Selfoss að fá hann aftur inn í liðið og það í þessu ham,“ segir Dagur Sigurðsson.
„Hann var funheitur í seinni hálfleik og þeir réðu ekkert við hann. Valsmenn hefðu hugsanlega átt að setja Alexander fyrr á móti honum.“
Sjá má tilþrif Elvars hér að neðan.