Fylkir mætir Fjölni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir sigur á 10 mönnum KR í undanúrslitunum í Egilshöllinni í kvöld.
Andre Bjerregaard fékk rautt spjald snemma leiks fyrir að sparka í mótherja þegar þeir lágu báðir í grasinu. KR þurfti því að spila manni færri í rúman klukkutíma.
Þrátt fyrir það ríkti jafnræði með liðunum og þau gengu markalaus til leikhlés. Fylkismenn komust yfir á 76. mínútu með marki frá Orra Sveini Stefánssyni eftir hornspyrnu.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og unnu Fylkismenn sigur og mæta því Fjölni eins og áður segir í úrslitunum á mánudaginn.
Fylkir og Fjölnir spila til úrslita
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Hafa verið þrettán ár af lygum
Enski boltinn

Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla
Handbolti


Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR?
Íslenski boltinn


Barðist við tárin þegar hann kvaddi
Íslenski boltinn


Víkingar kæmust í 960 milljónir
Fótbolti