Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Guðný Hrönn skrifar 2. febrúar 2018 09:30 Nú eru hlauparar víða um heim farnir að tína rusl samhliða því að hlaupa og Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með það. NORDICPHOTOS/GETTY/einkasafn Nýtt æði hefur skotið rótum í hlaupasamfélögum víða um heim. Þetta æði kallast plogging og snýst um að tína upp rusl á sama tíma og hlaupið er. Plogging er oftast stundað í hóp en auðvitað er líka hægt að plogga einn síns liðs. Æðið er upprunnið í Svíþjóð. Hlauparinn og umhverfisstjórnunarfræðingurinn Stefán Gíslason er ánægður með tilkoma þessa nýja æðis sem hefur margþætt notkunargildi. „Mér líst bara mjög vel á. Það er skemmtilegt að þarna sé verið að flétta tvennu saman, og meira að segja fleira en tvennu. Þetta snýst auðvitað um að hlaupa og tína upp rusl en þetta snýst líka um samveru.“„Svo er þetta meiri líkamsrækt heldur en bara hlaup, fólk er líka að gera hnébeygjur í leiðinni.“ Stefán hefur orðið þess var að plogging sé að ná útbreiðslu. „Það er talað um að þetta sé sænsk hugmynd en ég hef líka séð að þetta er gert til dæmis í Taílandi, Bandaríkjunum og Frakklandi.“ Sjálfur hefur Stefán ekki prófað að plogga en hann er opinn fyrir að gefa þessu æði séns. „Þetta er góð hugmynd og með margþætt notagildi. Með þessu er til dæmis hægt að vekja athygli á hversu fáránlega mikið rusl lendir á götunni,“ útskýrir Stefán sem sér mikla möguleika í plogginu. „Það er hægt að nota þetta sem útgangspunkt fyrir umhverfisumræðu í nærumhverfinu. Svo hefur fólk verið að gera keppni úr þessu og birta myndir af sér á Instagram og Facebook. Þetta getur líka verið leið fyrir fólk sem er ekki endilega hlauparar til að koma sér af stað, vegna þess að það er farið hægt yfir.“ Spurður út í hvort hann verði var við mikið rusl þegar hann hleypur svara hann játandi. „Já, af nógu er að taka. Maður fer ekki út að hlaupa án þess að sjá eitthvað rusl. Það er alls staðar, eiginlega alveg sama hvert maður fer, jafnvel uppi á fjöllum. Sérstaklega plast.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Umhverfismál Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Nýtt æði hefur skotið rótum í hlaupasamfélögum víða um heim. Þetta æði kallast plogging og snýst um að tína upp rusl á sama tíma og hlaupið er. Plogging er oftast stundað í hóp en auðvitað er líka hægt að plogga einn síns liðs. Æðið er upprunnið í Svíþjóð. Hlauparinn og umhverfisstjórnunarfræðingurinn Stefán Gíslason er ánægður með tilkoma þessa nýja æðis sem hefur margþætt notkunargildi. „Mér líst bara mjög vel á. Það er skemmtilegt að þarna sé verið að flétta tvennu saman, og meira að segja fleira en tvennu. Þetta snýst auðvitað um að hlaupa og tína upp rusl en þetta snýst líka um samveru.“„Svo er þetta meiri líkamsrækt heldur en bara hlaup, fólk er líka að gera hnébeygjur í leiðinni.“ Stefán hefur orðið þess var að plogging sé að ná útbreiðslu. „Það er talað um að þetta sé sænsk hugmynd en ég hef líka séð að þetta er gert til dæmis í Taílandi, Bandaríkjunum og Frakklandi.“ Sjálfur hefur Stefán ekki prófað að plogga en hann er opinn fyrir að gefa þessu æði séns. „Þetta er góð hugmynd og með margþætt notagildi. Með þessu er til dæmis hægt að vekja athygli á hversu fáránlega mikið rusl lendir á götunni,“ útskýrir Stefán sem sér mikla möguleika í plogginu. „Það er hægt að nota þetta sem útgangspunkt fyrir umhverfisumræðu í nærumhverfinu. Svo hefur fólk verið að gera keppni úr þessu og birta myndir af sér á Instagram og Facebook. Þetta getur líka verið leið fyrir fólk sem er ekki endilega hlauparar til að koma sér af stað, vegna þess að það er farið hægt yfir.“ Spurður út í hvort hann verði var við mikið rusl þegar hann hleypur svara hann játandi. „Já, af nógu er að taka. Maður fer ekki út að hlaupa án þess að sjá eitthvað rusl. Það er alls staðar, eiginlega alveg sama hvert maður fer, jafnvel uppi á fjöllum. Sérstaklega plast.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Umhverfismál Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira