Lárusi ekki gerð frekari refsing Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 12:00 Lárus Welding (sitjandi) hefur þegar náð hámarksrefsiramma í öðrum hrunmálum. Vísir/Anton Brink Ekki er farið fram á að Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, verði gerð frekari refsing fyrir þátt hans í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann hefur þegar hlotið dóma um samtals sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum, sem er hármarksrefsirammi. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Þetta kom fram í málflutningi Björns Þorvaldssonar saksóknara í dag. Þar kom fram að Jóhannes Baldursson, fyrrverandi forstöðumaður markaðsviðskipta hjá bankanum, hafi þegar hlotið samtals fimm ára fangelsisdóma fyrir önnur brot og því telur Björn hæfilegt að Jóhannes hljóti eins árs fangelsisdóm fyrir hlut sinn Farið er fram á skilorðsbundið fangelsi yfir þremur fyrrverandi starfsmönnum deildar eigin viðskipta hjá Glitni. Telur saksóknari að hæfileg refsing yfir Pétri Jónssyni sé sex til níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fyrir hlut Valgarðs Más Valgarðssonar telur ákæruvaldið að hæfileg refsing sé níu til tólf mánaða fangelsi. Bæði Pétur og Valgarð störfuðu tímabundið hjá deild eigin viðskipta. Jónas Guðmundsson starfaði hins vegar hjá deildinni allt ákærutímabilið og telur ákæruvaldið að hæfileg refsing fyrir hluta hans sé tólf til átján mánuðir.Lán veitt til hlutabréfakaupa án trygginga Í máli sínu vísaði Björn saksóknari ítrekað í dóma sem fallið hafa í Hæstarétti í sambærilegum málum varðandi markaðsmisnotkun í Landsbankanum og Kaupþingi. „Til þess verður að líta að brotin voru umfangsmikil, þaulskipulögð, byggð á samverknaði og einbeittum ásetningi,” sagði Björn í ræðu sinni. Hann sagði brotin hafa beinst að almenningi öllum sem og fjármálamarkaðnum í heild og að tjónið af brotunum verði seint metið til fjár. Lárus er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánvetiinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Gltinis. Lánin voru veitt um miðjan maí árið 2008 og voru upp á samtals tæpa 6,8 milljarða íslenskra króna. Voru þau veitt til þess að kaupa hlutabréf í Glitni og létta þannig stöðu bankans en bankinn sjálfur átti bréfin. Saksóknari sagði lánin hafa verið veitt án nokkurra trygginga. Með því hafi Lárus á freklegan hátt vikið frá því sem krafist var af honum í starfi.Starfsmenn töldu um hvata að ræðaÍ máli Þorsteins Más Baldvinssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, fyrir dómi við aðalmeðferð kom fram að Þorsteinn hafi talið að minnst 20 prósenta eigið fé starfsmannanna hefði legið fyrir við lánveitinguna. Svo var ekki og því engin trygging til staðar og lánin afar áhættusöm fyrir bankann. Þorsteinn sagði einnig að hann hefði undirritað lánin í lok maí eða í byrjun júní en þá höfðu lánin þegar verið veitt. Lárus Welding sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að með undirritun Þorsteins hafi hann litið svo á að hann hefði stuðning stjórnar bankans. „Þessi túlkun hans á sér enga stoð í lánareglum bankans. Þess utan bendir margt til þess að rétt sé hjá vitninu að hann hafi skrifað undir lánsbeiðnirnar eftir að allt hafði um garð gengið,” sagði Björn í ræðu sinni. Við aðalmeðferð sögðu margir fyrrverandi starfsmenn bankans að þeir hafi litið svo á að lánveitingarnar væru einhverskonar kaupréttasamningar og ættu að virka sem hvatakerfi fyrir lykilstarfmenn bankans. „Bent er á að ef um var að ræða breytta stefnu um kauprétti hefði þurft að fjalla um það í starfskjaranefnd eða stjórn. Ekkert bendir til að svo hafi verið gert.” Björn sagði að áhætta vegna hlutabréfanna hafi áfram verið öll á bankanum og með viðskiptunum hefði verið gefið til kynna að raunveruleg eftirspurn væri eftir hlutabréfum í Glitni. Hún hafi hins vegar ekki verið fyrir hendi.Allir sakaðir um hlutdeild í misnotkunÞeim ákærðu í málinu er gefin að sök hlutdeild í markaðsmisnotkun með því að hafa með kauptilboðum í eigin bréf bankans gefið ranglega til kynna eftirspurn eftir bréfum bankans. Í máli sínu sagði Björn að slík markaðsmisnotkun væri til þess fallin að rýra traust á verðbréfamarkaði og að hafa áhrif á mat fjárfesta um hvort þeir eigi að kaupa eða selja bréf. Þetta er þriðja markaðsmisnotkunarmálið sem varða íslenska banka sem komið hefur fyrir dóm. Hin tvö vörðuðu sambærilega markaðsmisnotkun í Landsbankanum og Kaupþingi og hafa dómar fallið í þeim í Hæstarétti. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Ekki er farið fram á að Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, verði gerð frekari refsing fyrir þátt hans í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann hefur þegar hlotið dóma um samtals sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum, sem er hármarksrefsirammi. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Þetta kom fram í málflutningi Björns Þorvaldssonar saksóknara í dag. Þar kom fram að Jóhannes Baldursson, fyrrverandi forstöðumaður markaðsviðskipta hjá bankanum, hafi þegar hlotið samtals fimm ára fangelsisdóma fyrir önnur brot og því telur Björn hæfilegt að Jóhannes hljóti eins árs fangelsisdóm fyrir hlut sinn Farið er fram á skilorðsbundið fangelsi yfir þremur fyrrverandi starfsmönnum deildar eigin viðskipta hjá Glitni. Telur saksóknari að hæfileg refsing yfir Pétri Jónssyni sé sex til níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fyrir hlut Valgarðs Más Valgarðssonar telur ákæruvaldið að hæfileg refsing sé níu til tólf mánaða fangelsi. Bæði Pétur og Valgarð störfuðu tímabundið hjá deild eigin viðskipta. Jónas Guðmundsson starfaði hins vegar hjá deildinni allt ákærutímabilið og telur ákæruvaldið að hæfileg refsing fyrir hluta hans sé tólf til átján mánuðir.Lán veitt til hlutabréfakaupa án trygginga Í máli sínu vísaði Björn saksóknari ítrekað í dóma sem fallið hafa í Hæstarétti í sambærilegum málum varðandi markaðsmisnotkun í Landsbankanum og Kaupþingi. „Til þess verður að líta að brotin voru umfangsmikil, þaulskipulögð, byggð á samverknaði og einbeittum ásetningi,” sagði Björn í ræðu sinni. Hann sagði brotin hafa beinst að almenningi öllum sem og fjármálamarkaðnum í heild og að tjónið af brotunum verði seint metið til fjár. Lárus er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánvetiinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Gltinis. Lánin voru veitt um miðjan maí árið 2008 og voru upp á samtals tæpa 6,8 milljarða íslenskra króna. Voru þau veitt til þess að kaupa hlutabréf í Glitni og létta þannig stöðu bankans en bankinn sjálfur átti bréfin. Saksóknari sagði lánin hafa verið veitt án nokkurra trygginga. Með því hafi Lárus á freklegan hátt vikið frá því sem krafist var af honum í starfi.Starfsmenn töldu um hvata að ræðaÍ máli Þorsteins Más Baldvinssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, fyrir dómi við aðalmeðferð kom fram að Þorsteinn hafi talið að minnst 20 prósenta eigið fé starfsmannanna hefði legið fyrir við lánveitinguna. Svo var ekki og því engin trygging til staðar og lánin afar áhættusöm fyrir bankann. Þorsteinn sagði einnig að hann hefði undirritað lánin í lok maí eða í byrjun júní en þá höfðu lánin þegar verið veitt. Lárus Welding sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að með undirritun Þorsteins hafi hann litið svo á að hann hefði stuðning stjórnar bankans. „Þessi túlkun hans á sér enga stoð í lánareglum bankans. Þess utan bendir margt til þess að rétt sé hjá vitninu að hann hafi skrifað undir lánsbeiðnirnar eftir að allt hafði um garð gengið,” sagði Björn í ræðu sinni. Við aðalmeðferð sögðu margir fyrrverandi starfsmenn bankans að þeir hafi litið svo á að lánveitingarnar væru einhverskonar kaupréttasamningar og ættu að virka sem hvatakerfi fyrir lykilstarfmenn bankans. „Bent er á að ef um var að ræða breytta stefnu um kauprétti hefði þurft að fjalla um það í starfskjaranefnd eða stjórn. Ekkert bendir til að svo hafi verið gert.” Björn sagði að áhætta vegna hlutabréfanna hafi áfram verið öll á bankanum og með viðskiptunum hefði verið gefið til kynna að raunveruleg eftirspurn væri eftir hlutabréfum í Glitni. Hún hafi hins vegar ekki verið fyrir hendi.Allir sakaðir um hlutdeild í misnotkunÞeim ákærðu í málinu er gefin að sök hlutdeild í markaðsmisnotkun með því að hafa með kauptilboðum í eigin bréf bankans gefið ranglega til kynna eftirspurn eftir bréfum bankans. Í máli sínu sagði Björn að slík markaðsmisnotkun væri til þess fallin að rýra traust á verðbréfamarkaði og að hafa áhrif á mat fjárfesta um hvort þeir eigi að kaupa eða selja bréf. Þetta er þriðja markaðsmisnotkunarmálið sem varða íslenska banka sem komið hefur fyrir dóm. Hin tvö vörðuðu sambærilega markaðsmisnotkun í Landsbankanum og Kaupþingi og hafa dómar fallið í þeim í Hæstarétti.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira