Boðsferð bæjarfulltrúa með Samherja ýmist fráleit hugmynd eða ókurteisi að þiggja ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2018 10:54 Skipin heita Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105, sem sjá má á myndinni. Samherji Tveir oddvitar í bæjarstjórn Akureyrar þáðu boð Samherja og dótturfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union um þriggja daga ferð til Þýskalands fyrr í mánuðinum. Oddviti VG í bæjarstjórninni óskaði eftir umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa á síðasta fundi bæjarstjórnar í kjölfar ákvörðunar þeirra að þiggja ferðina. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bæjarlistans, fóru með í ferðina þar sem tveimur nýjum skipum Samherja voru gefin nöfn. Flogið var í beinu leiguflugi frá Akureyri til Cuxhaven í Þýskalandi. Oddvitar Framsóknarflokksins og Samfylkingar lýstu yfir stuðningi við þá sem fóru á meðan Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, og Preben Jón Pétursson, oddviti Bjartrar framtíðar, afþökkuðu boðið.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Akureyrarbær„Mér þótti fráleitt að þiggja svona boð,“ sagði Sóley í framsögu sinni um málið á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. „Þetta boð fengum við aðeins í krafti stöðu okkar. Við höfum völd í þessum bæ og völd sem þarf að beita.“ Vísaði hún í 8. grein siðareglna sem væru vissulega opin fyrir túlkun. „Kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning frá íbúum og viðskiptavinum Akureyrarkaupstaðar eða þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu bæjarins þannig að túlka megi sem persónulega þóknun fyrir ákvarðanir á vegum bæjarstjórnar eða nefnda.“Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar.AkureyrarbærGunnar Gíslason sagði í svari sínu á fundinum að hann hefði engra persónulegra hagsmuna að gæta af ferðinni. Teldi hann ekki að boðsferðin heyrði undir siðareglurnar. Hagsmunir Akureyrarbæjar og íbúanna héldust í hendur við gengi fyrirtækjanna og milljarðaverkefninu sem nýju skipin tvö væru. Matthias Rögnvaldsson sagðist hafa fengið stuðning frá bæði bæjarstjóra og bæjarlögmanni að fara í ferðina. „Ég gat bara ekki hugsað mér að segja nei. Mér hefði fundist það móðgun. Mér hefði fundist það ókurteisi af minni hálfu,“ sagði Matthías. Eðlilegt væri að a.m.k. tveir bæjarfulltrúar færu og minnti á að verkefnið væri upp á 12 milljarða. Þá hefði verið keypt þjónusta í tengslum við verkefnið fyrir 1,5 milljarð króna. „Mér finnst voðalega slæmt ef einhverjum finnst ég vera óheiðarlegur. Ég hef lagt mig fram að vera heiðarlegur og lagt mig fram við það í bæjarstjórn sem annars staðar.“Fjallað var ítarlega um heimsóknina á heimasíðu Samherja en um er að ræða fyrstu nýsmíði skipa Samherja í Þýskalandi. Samherji er næststærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir HB Granda.Fund bæjarstjórnar frá 23. janúar þar sem siðareglurnar voru til umræðu má sjá hér að neðan. Stj.mál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Tveir oddvitar í bæjarstjórn Akureyrar þáðu boð Samherja og dótturfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union um þriggja daga ferð til Þýskalands fyrr í mánuðinum. Oddviti VG í bæjarstjórninni óskaði eftir umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa á síðasta fundi bæjarstjórnar í kjölfar ákvörðunar þeirra að þiggja ferðina. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bæjarlistans, fóru með í ferðina þar sem tveimur nýjum skipum Samherja voru gefin nöfn. Flogið var í beinu leiguflugi frá Akureyri til Cuxhaven í Þýskalandi. Oddvitar Framsóknarflokksins og Samfylkingar lýstu yfir stuðningi við þá sem fóru á meðan Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, og Preben Jón Pétursson, oddviti Bjartrar framtíðar, afþökkuðu boðið.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Akureyrarbær„Mér þótti fráleitt að þiggja svona boð,“ sagði Sóley í framsögu sinni um málið á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. „Þetta boð fengum við aðeins í krafti stöðu okkar. Við höfum völd í þessum bæ og völd sem þarf að beita.“ Vísaði hún í 8. grein siðareglna sem væru vissulega opin fyrir túlkun. „Kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning frá íbúum og viðskiptavinum Akureyrarkaupstaðar eða þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu bæjarins þannig að túlka megi sem persónulega þóknun fyrir ákvarðanir á vegum bæjarstjórnar eða nefnda.“Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar.AkureyrarbærGunnar Gíslason sagði í svari sínu á fundinum að hann hefði engra persónulegra hagsmuna að gæta af ferðinni. Teldi hann ekki að boðsferðin heyrði undir siðareglurnar. Hagsmunir Akureyrarbæjar og íbúanna héldust í hendur við gengi fyrirtækjanna og milljarðaverkefninu sem nýju skipin tvö væru. Matthias Rögnvaldsson sagðist hafa fengið stuðning frá bæði bæjarstjóra og bæjarlögmanni að fara í ferðina. „Ég gat bara ekki hugsað mér að segja nei. Mér hefði fundist það móðgun. Mér hefði fundist það ókurteisi af minni hálfu,“ sagði Matthías. Eðlilegt væri að a.m.k. tveir bæjarfulltrúar færu og minnti á að verkefnið væri upp á 12 milljarða. Þá hefði verið keypt þjónusta í tengslum við verkefnið fyrir 1,5 milljarð króna. „Mér finnst voðalega slæmt ef einhverjum finnst ég vera óheiðarlegur. Ég hef lagt mig fram að vera heiðarlegur og lagt mig fram við það í bæjarstjórn sem annars staðar.“Fjallað var ítarlega um heimsóknina á heimasíðu Samherja en um er að ræða fyrstu nýsmíði skipa Samherja í Þýskalandi. Samherji er næststærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir HB Granda.Fund bæjarstjórnar frá 23. janúar þar sem siðareglurnar voru til umræðu má sjá hér að neðan.
Stj.mál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira