Vísbendingar um að unga fólkið búi lengur hjá mömmu og pabba Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Greiningardeild Arion banka segir að íbúðum hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. Að mati deildarinnar vantar 9.000 íbúðir til ársins 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Ólíklegt sé að markmiðið náist. vísir/gva Árið 2015 bjuggu 57 prósent einstaklinga á aldrinum 20-24 ára í foreldrahúsum. Hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðustu ár en árið 2004 bjuggu rétt um 50 prósent einstaklinga á þessum aldri hjá foreldrum sínum. Greiningardeild Arion banka segir í nýrri skýrslu um húsnæðismarkaðinn, sem kynnt var í gær, að tölurnar frá 2015 séu nýjustu tiltæku upplýsingarnar en færa megi rök fyrir því að fjölgað hafi í þessum hóp síðustu tvö ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað skarpt. Á móti kemur að hlutfall fyrstu kaupa hefur farið hækkandi. „Við teljum líklegt að aldur fyrstu kaupenda hafi hækkað og því hafi fjölgun fyrstu kaupa frekar áhrif á eldra aldursbilið, það er að segja 25-29 ára. Eftirspurn á húsnæðismarkaði frá einstaklingum undir 22 ára er því að einhverju leyti tempruð,“ segir í skýrslunni. Greiningardeildin segir að húsnæðisverð hafi hækkað verulega umfram undirliggjandi þætti í öllum hverfum Reykjavíkur á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð hækki enn. Hækkunin verði um 6,6 prósent í ár, svo verði hún 4,1 prósent á næsta ári og 2,3 prósent árið 2020. Greiningardeildin bendir á að útlit sé fyrir að undir lok spátímans muni raunverð húsnæðis lækka á milli ára. Það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem raunverð húsnæðis lækkar. Greiningardeildin segir að íbúðum á landinu öllu hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. Byggja þurfi hátt í níu þúsund íbúðir á landinu fram til ársloka 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Í nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs segir reyndar að íbúðum þurfi að fjölga um 17.000 til ársins 2020. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeildinni, segir að útskýra megi muninn með því að í tölum þeirra sé ekki tekið tillit til þarfarinnar sem þegar hefur safnast upp. Í skýrslunni segir að einstaklingum 22 ára og eldri hafi fjölgað um rúmlega 8.000 árið 2017. Útlit sé fyrir að fólksfjölgun verði nokkuð hröð á næstu árum. Hversu hröð hún verði muni ráðast að miklu leyti af innflutningi vinnuafls, sem aftur ræðst af efnahagsástandinu. Hröð fólksfjölgun kunni að leiða til tímabundinnar umframeftirspurnar á húsnæðismarkaði sem aftur muni þrýsta verðinu upp. Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Verkefnastjóri Byggingarvettvangs vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu betri kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. 31. janúar 2018 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Árið 2015 bjuggu 57 prósent einstaklinga á aldrinum 20-24 ára í foreldrahúsum. Hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðustu ár en árið 2004 bjuggu rétt um 50 prósent einstaklinga á þessum aldri hjá foreldrum sínum. Greiningardeild Arion banka segir í nýrri skýrslu um húsnæðismarkaðinn, sem kynnt var í gær, að tölurnar frá 2015 séu nýjustu tiltæku upplýsingarnar en færa megi rök fyrir því að fjölgað hafi í þessum hóp síðustu tvö ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað skarpt. Á móti kemur að hlutfall fyrstu kaupa hefur farið hækkandi. „Við teljum líklegt að aldur fyrstu kaupenda hafi hækkað og því hafi fjölgun fyrstu kaupa frekar áhrif á eldra aldursbilið, það er að segja 25-29 ára. Eftirspurn á húsnæðismarkaði frá einstaklingum undir 22 ára er því að einhverju leyti tempruð,“ segir í skýrslunni. Greiningardeildin segir að húsnæðisverð hafi hækkað verulega umfram undirliggjandi þætti í öllum hverfum Reykjavíkur á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð hækki enn. Hækkunin verði um 6,6 prósent í ár, svo verði hún 4,1 prósent á næsta ári og 2,3 prósent árið 2020. Greiningardeildin bendir á að útlit sé fyrir að undir lok spátímans muni raunverð húsnæðis lækka á milli ára. Það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem raunverð húsnæðis lækkar. Greiningardeildin segir að íbúðum á landinu öllu hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. Byggja þurfi hátt í níu þúsund íbúðir á landinu fram til ársloka 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Í nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs segir reyndar að íbúðum þurfi að fjölga um 17.000 til ársins 2020. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeildinni, segir að útskýra megi muninn með því að í tölum þeirra sé ekki tekið tillit til þarfarinnar sem þegar hefur safnast upp. Í skýrslunni segir að einstaklingum 22 ára og eldri hafi fjölgað um rúmlega 8.000 árið 2017. Útlit sé fyrir að fólksfjölgun verði nokkuð hröð á næstu árum. Hversu hröð hún verði muni ráðast að miklu leyti af innflutningi vinnuafls, sem aftur ræðst af efnahagsástandinu. Hröð fólksfjölgun kunni að leiða til tímabundinnar umframeftirspurnar á húsnæðismarkaði sem aftur muni þrýsta verðinu upp.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Verkefnastjóri Byggingarvettvangs vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu betri kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. 31. janúar 2018 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Verkefnastjóri Byggingarvettvangs vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu betri kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. 31. janúar 2018 09:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent