Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fjölnir 31-28│ Stjarnan hafði betur í Garðabænum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 22:15 Kristján Örn Kristjánsson ber sóknarleik Fjölnis uppi. vísir/eyþór Stjarnan hafði betur gegn Fjölni í Garðabænum í kvöld, hörku leikur þar sem bæði lið gátu tekið stigin tvö en heimamenn sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Gestirnir leiddu í hálfleik með einu marki, 15-16. Fyrsta stundarfjórðunginn var Stjarnan þetta einu skrefi á undan Fjölnir, leiddu leikinn og náðu fjögurra marka forystu, 11-8. Þá tók Arnar Gunnarsson leikhlé fyrir Fjölnir sem breytti gangi mála en Fjölnir náði í framhaldinu 4-0 kafla og skyndilega staðan orðin 11-12 þeim í vil. Stjarnan tekur þá leikhlé og Einar nær sínum mönnum í gang aftur og jafnræði var með liðunum út fyrri hálfleikinn, staðan 15-16 gestunum í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn hófst á sömu nótum, það var allt í járnum í Mýrinni og liðin skiptust á að hafa eins til tveggja marka forystu allt þar til 10 mínútur voru til leiksloka. Heimamenn náðu þá þriggja marka forskoti og gestunum gekk illa að skora. Fjölnismenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínúturnar en Einar var klókur, tók leikhlé þegar 6 mínútur voru til leiksloka og las aðeins yfir sínum mönnum sem héldu forystunni út leikinn og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Af hverju vann StjarnanStjörnumenn gáfu allt í þetta og héldu haus seinni part leiksins. Þetta var hörku leikur þar sem bæði lið gátu unnið en heimamenn voru klókari og unnu sanngjarnan sigur. Hverjir stóðu uppúr ? Ari Magnús Þorgeirsson var frábær í liði Stjörnunnar, skoraði 9 mörk og steig upp þegar að á þurfti. Innkoma Birgis Steins Jónssonar á miðjuna var flott, var þar í stað Arons Dags sem er enn frá vegna meiðsla. Sveinn Þorgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson sáu um sóknarleik Fjölnismanna, Kristján með 10 mörkHvað gekk illa ? Fjölnismönnum gekk illa að klára leikinn, þeir höfðu allt til að klára þetta en á síðustu 10 mínútunum gáfu þeir eftir og Stjarnan þurfti lítið að hafa fyrir sigrinum. Markvarslan í leikum var ekki uppá marga fiska, markmenn Stjörnunnar með undir 10 skot varin samanlagt, Bjarki Snær Jónsson hjá Fjölni með 12 skot en undir 30% Þá gekk dómurum leiksins illa að halda mönnum inná vellinum, línan ekki hátt sett og leikmenn ítrekað sendir útaf. Hvað gerist næst ? Stjarnan fær ÍR í heimsókn, hörkuleikur þar, Stjarnan tveimur stigum fyrir ofan ÍR, en liðin eru í 7 yog 8 sæti deildarinnar. Fjölnir fer í bíltúr í mosfellsbæinn og mætir Aftureldingu. Einar: Áfram gakk, tveir sigrar komnir„Ég er mjög ánægður núna“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar hann mætti í viðtal „Ég er bara hikalega ánægður með strákana, þeir sína mikinn karakter í síðustu tveimur leikjum og það er svona það helsta sem ég tek úr þessu. Það eru allavega tveir sigrar komnir núna“ „Sóknarlega voru við góðir, varnarlega kannski smá þyngsli og vorum ekki alveg nógu öflugir og markvarslan datt ekki hjá okkur í dag, en Lárus þó fínn síðasta korterið og það jafnvel skyldi bara á milli í kvöld. Þetta var heilt yfir ágætis leikur hjá okkur held ég bara.“ sagði Einar sem hrósaði Fjölnismönnum eftir leikinn, enda gerði Fjölnir jafntefli við topplið FH í síðustu umferð og Einar vissi að þeir þyrftu að eiga góðann leik gegn þeim. „Fjölnir er flott lið, þeir eru vel þjalfaðir og alls ekkert sjálfsagt að vinna þá. Þeir hafa verið að ná fínum úrslitum og eru bara flottir. Við vissum að við þyrftum að spila góðann leik til að vinna þá og við gerðum það“ Dómararnir settu línuna fljótt og gáfu leikmönnum oft óútskýrnlegar brottvísanir, en misgróf voru brotin í kvöld. Það hallaði aðeins á heimamenn þegar kom að brottvísunum en Einar nennti þó ekki að pirra sig á því eftir leik. „Það er vissulega mjög sérstakt að Bjarki Már fái þrisvar sinnum 2 mínútur, hann fær varla brottvísun í leik en en ég veit það ekki, ég var líka erfiður við dómarana, ég var hátt gíraður í kvöld og var að röfla í þeim. Ég reyni bara eins og ég get að pæla ekki mikið í dómurunum, ég er að reyna að bæta mig í því, svo ég ætla ekkert að segja meira.“ sagði Einar sem er bjartsýnn á framhaldið. „Já eg er bjartsýnn, við þurfum samt að halda okkur á jörðinni, halda áfram að vinna okkar vinnu og ef við gerum það þá er ég mjög bjartsýnn á framhaldið. Við verðum betri með hverri æfingunni og hverjum leiknum, það er bara áfram gakk, tveir sigrar komnir núna.“ Sveinbjörn Pétursson aðalmarkvörður liðsins hefur ekki verið með liðinu síðustu tvo leiki vegna meiðsla en hann lenti í árekstri og glímir við bakmeiðsli eftir það slysið. Einar getur ekki sagt til um það hvenær von er á Bubba aftur í hópinn. „Ég get ekkert sagt um það, þessi meiðsli eru bara þannig eðlis að það er best að segja sem minnst, gæti verið í næstu viku, 10 dagar kannski, en annars þá bara veit ég það ekki.“ Arnar: Þurfum að vinna restArnar Gunnarsson hafði lítið um leikinn að segja en hann var ósáttur með sitt „Það er mjög sárt en þetta er bara saga okkar í vetur, við klárum ekki leikina. Við eigum marga fína leiki en náum ekki að klára, það er ekki nóg að spila vel ef stigin koma ekki í hús.“ Fjölnir gerði jafntefli við topplið FH í síðustu umferð og hafa náð að stríða liðum í deildinni í vetur en það er ekki nóg þegar þeir ná ekki að klára leikina. „Ef við hefðum bara nýtt færin okkar og tekið fráköst þá hefðum við unnið leikinn í dag. Stjarnan var bara klókari, þeir héldu yfirvegun þegar mest á reyndi“ sagði Arnar en aðspurður útí dómara leiksins hafði hann lítið að segja „Ég nenni ekkert að ræða þessa dómgæslu“ Fjölnir er nú í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 6 stig, 4 stigum á eftir næsta liði og því sæti þeirra í deildinni í hættu. Þeir hafa aðeins unnið einn leik í vetur. „Við þurfum bara að hugsa um næsta leik og vinna hann. Getum ekkert hugsað neitt öðruvísi um það“ sagði Arnar að lokum en næsti leikur þeirra er gegn Aftureldingu á útivelli, erfitt verk þar. Olís-deild karla
Stjarnan hafði betur gegn Fjölni í Garðabænum í kvöld, hörku leikur þar sem bæði lið gátu tekið stigin tvö en heimamenn sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Gestirnir leiddu í hálfleik með einu marki, 15-16. Fyrsta stundarfjórðunginn var Stjarnan þetta einu skrefi á undan Fjölnir, leiddu leikinn og náðu fjögurra marka forystu, 11-8. Þá tók Arnar Gunnarsson leikhlé fyrir Fjölnir sem breytti gangi mála en Fjölnir náði í framhaldinu 4-0 kafla og skyndilega staðan orðin 11-12 þeim í vil. Stjarnan tekur þá leikhlé og Einar nær sínum mönnum í gang aftur og jafnræði var með liðunum út fyrri hálfleikinn, staðan 15-16 gestunum í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn hófst á sömu nótum, það var allt í járnum í Mýrinni og liðin skiptust á að hafa eins til tveggja marka forystu allt þar til 10 mínútur voru til leiksloka. Heimamenn náðu þá þriggja marka forskoti og gestunum gekk illa að skora. Fjölnismenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínúturnar en Einar var klókur, tók leikhlé þegar 6 mínútur voru til leiksloka og las aðeins yfir sínum mönnum sem héldu forystunni út leikinn og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Af hverju vann StjarnanStjörnumenn gáfu allt í þetta og héldu haus seinni part leiksins. Þetta var hörku leikur þar sem bæði lið gátu unnið en heimamenn voru klókari og unnu sanngjarnan sigur. Hverjir stóðu uppúr ? Ari Magnús Þorgeirsson var frábær í liði Stjörnunnar, skoraði 9 mörk og steig upp þegar að á þurfti. Innkoma Birgis Steins Jónssonar á miðjuna var flott, var þar í stað Arons Dags sem er enn frá vegna meiðsla. Sveinn Þorgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson sáu um sóknarleik Fjölnismanna, Kristján með 10 mörkHvað gekk illa ? Fjölnismönnum gekk illa að klára leikinn, þeir höfðu allt til að klára þetta en á síðustu 10 mínútunum gáfu þeir eftir og Stjarnan þurfti lítið að hafa fyrir sigrinum. Markvarslan í leikum var ekki uppá marga fiska, markmenn Stjörnunnar með undir 10 skot varin samanlagt, Bjarki Snær Jónsson hjá Fjölni með 12 skot en undir 30% Þá gekk dómurum leiksins illa að halda mönnum inná vellinum, línan ekki hátt sett og leikmenn ítrekað sendir útaf. Hvað gerist næst ? Stjarnan fær ÍR í heimsókn, hörkuleikur þar, Stjarnan tveimur stigum fyrir ofan ÍR, en liðin eru í 7 yog 8 sæti deildarinnar. Fjölnir fer í bíltúr í mosfellsbæinn og mætir Aftureldingu. Einar: Áfram gakk, tveir sigrar komnir„Ég er mjög ánægður núna“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar hann mætti í viðtal „Ég er bara hikalega ánægður með strákana, þeir sína mikinn karakter í síðustu tveimur leikjum og það er svona það helsta sem ég tek úr þessu. Það eru allavega tveir sigrar komnir núna“ „Sóknarlega voru við góðir, varnarlega kannski smá þyngsli og vorum ekki alveg nógu öflugir og markvarslan datt ekki hjá okkur í dag, en Lárus þó fínn síðasta korterið og það jafnvel skyldi bara á milli í kvöld. Þetta var heilt yfir ágætis leikur hjá okkur held ég bara.“ sagði Einar sem hrósaði Fjölnismönnum eftir leikinn, enda gerði Fjölnir jafntefli við topplið FH í síðustu umferð og Einar vissi að þeir þyrftu að eiga góðann leik gegn þeim. „Fjölnir er flott lið, þeir eru vel þjalfaðir og alls ekkert sjálfsagt að vinna þá. Þeir hafa verið að ná fínum úrslitum og eru bara flottir. Við vissum að við þyrftum að spila góðann leik til að vinna þá og við gerðum það“ Dómararnir settu línuna fljótt og gáfu leikmönnum oft óútskýrnlegar brottvísanir, en misgróf voru brotin í kvöld. Það hallaði aðeins á heimamenn þegar kom að brottvísunum en Einar nennti þó ekki að pirra sig á því eftir leik. „Það er vissulega mjög sérstakt að Bjarki Már fái þrisvar sinnum 2 mínútur, hann fær varla brottvísun í leik en en ég veit það ekki, ég var líka erfiður við dómarana, ég var hátt gíraður í kvöld og var að röfla í þeim. Ég reyni bara eins og ég get að pæla ekki mikið í dómurunum, ég er að reyna að bæta mig í því, svo ég ætla ekkert að segja meira.“ sagði Einar sem er bjartsýnn á framhaldið. „Já eg er bjartsýnn, við þurfum samt að halda okkur á jörðinni, halda áfram að vinna okkar vinnu og ef við gerum það þá er ég mjög bjartsýnn á framhaldið. Við verðum betri með hverri æfingunni og hverjum leiknum, það er bara áfram gakk, tveir sigrar komnir núna.“ Sveinbjörn Pétursson aðalmarkvörður liðsins hefur ekki verið með liðinu síðustu tvo leiki vegna meiðsla en hann lenti í árekstri og glímir við bakmeiðsli eftir það slysið. Einar getur ekki sagt til um það hvenær von er á Bubba aftur í hópinn. „Ég get ekkert sagt um það, þessi meiðsli eru bara þannig eðlis að það er best að segja sem minnst, gæti verið í næstu viku, 10 dagar kannski, en annars þá bara veit ég það ekki.“ Arnar: Þurfum að vinna restArnar Gunnarsson hafði lítið um leikinn að segja en hann var ósáttur með sitt „Það er mjög sárt en þetta er bara saga okkar í vetur, við klárum ekki leikina. Við eigum marga fína leiki en náum ekki að klára, það er ekki nóg að spila vel ef stigin koma ekki í hús.“ Fjölnir gerði jafntefli við topplið FH í síðustu umferð og hafa náð að stríða liðum í deildinni í vetur en það er ekki nóg þegar þeir ná ekki að klára leikina. „Ef við hefðum bara nýtt færin okkar og tekið fráköst þá hefðum við unnið leikinn í dag. Stjarnan var bara klókari, þeir héldu yfirvegun þegar mest á reyndi“ sagði Arnar en aðspurður útí dómara leiksins hafði hann lítið að segja „Ég nenni ekkert að ræða þessa dómgæslu“ Fjölnir er nú í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 6 stig, 4 stigum á eftir næsta liði og því sæti þeirra í deildinni í hættu. Þeir hafa aðeins unnið einn leik í vetur. „Við þurfum bara að hugsa um næsta leik og vinna hann. Getum ekkert hugsað neitt öðruvísi um það“ sagði Arnar að lokum en næsti leikur þeirra er gegn Aftureldingu á útivelli, erfitt verk þar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti