Höfðu ekki hugmynd um að „skrímsli“ byggi með þeim Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2018 14:27 Kimberly og James Sneade segja að allt sem aðrir virðist hafa séð í Nikolas Cruz hafi þau ekki séð. Svo einfalt sé það. Vísir/AP Hjónin sem leyfðu Nikolas Cruz að búa hjá sér eftir að móðir hans dó segjast ekki hafa haft hugmynd um að „skrímsli“ byggi með þeim. Þau hafa lýst honum sem þunglyndum og sérstökum en indælum dreng sem hafi virst vera á réttri leið. Cruz skaut 17 manns til bana í skóla sem honum hafði verið vísað úr í Flórída á miðvikudaginn. Cruz var vinur sonar þeirra James og Kimberley Snead og leyfðu þau honum að flytja inn í lok nóvember, eftir að móðir hans, sem ættleiddi hann þegar hann var ungur, dó vegna lungnabólgu. Þau hjón ræddu við blaðamann héraðsmiðilsins Sun Sentinel.Móðir Cruz hafði tilkynnt hann til lögreglu fyrir ofbeldisfulla hegðun og hann var einnig rannsakaður árið 2016 eftir að hann birti myndband á Snapchat þar sem hann skar sig á höndina og talaði um að kaupa sér byssu. „Allt sem allir aðrir virðast hafa vitað, sáum við ekki. Það er svo einfalt,“ segir James. „Við sáum ekki þessa hlið á honum,“ segir Kimberly.Virtist ánægðari Þau segja Cruz hafa átt þrjá hálfsjálfvirka riffla, hnífa og fleiri vopn. Þau vopn hafi þó verið læst inn í skáp og sagðist James hafa talið sig hafa eina lykilinn. Þó sé nú ljóst að Cruz hafi einnig verið með lykil. Þau eigi sjálf skotvopn og hafi ekki séð neitt óeðlilegt við byssur Cruz. Þá segir Kimberly að Cruz hafi að vissu leyti verið barnalegur þegar hann flutti inn til þeirra. Hann hafi ekki kunnað að elda, þvo föt sín, taka til og jafnvel að nota örbylgjuofn. Þau grínuðust með að hann væri að taka grunnnámskeið í því að vera fullorðinn. Cruz virtist verða ánægðari og var mjög spenntur fyrir því að ganga í her Bandaríkjanna. Fimm dögum fyrir árásina fór Kimberly með Cruz til sálfræðings og segir hún hann hafa verið tilbúinn til meðferðar ef sjúkratryggingar hans borguðu hana.Sáu enga undarlega hegðun Fregnir hafa birst af því að Cruz hafi misþyrmt dýrum. Þau James og Kimberly urðu þó ekkert vör við það og segjast eiga tvo hunda og sex ketti. Þau segja Cruz hafa umgengist heimilisdýrin af alúð. Daginn sem árásin átti sér stað, miðvikudaginn 14. febrúar, sá Kimberley Cruz um klukkan tíu um morguninn. Hann sagðist ætla að fara að veiða og var farinn þegar hún sneri aftur heim skömmu seinna. Seinna um daginn ákvað hún að leggja sig þar sem hún átti að mæta á næturvakt um kvöldið. Um klukkan hálf þrjú hringdi sonur þeirra í James og sagði honum frá árásinni. Honum hafði tekist að flýja skólann en sagðist heyra skothríð þar. Skömmu seinna hringdi lögregluþjónn í James og spurði hann hvar Nikolas, sonur hans, væri. James svaraði á þá leið að Nikolas væri ekki sonur hans og hann vissi ekki hvar hann væri. Þá var James á leiðinni að sækja raunverulegan son sinn. Hann segir það hafa tekið sig smá stund að átta sig á því sem lögregluþjónninn hefði sagt. Þá hafi hann hringt strax til baka og sagt að hann hafi síðast vitað af Cruz á heimili sínu með eiginkonu sinni.Óttaðist um Kimberly Hann bað lögregluþjóninn um að fara heim til sín og ganga úr skugga um að það væri í lagi með Kimberly. Hún var þó enn sofandi og Cruz hafði verið handtekinn áður en lögregluþjónar komu heim til hennar. Þau James og Kimberly hafa ekki hugmynd um af hverju Cruz myrti sautján manns. Hjónin segjast handviss um Cruz hafi orðið fyrir einelti í skólanum og að hann hafi virst mjög einmana. Síðast sáu þau Cruz á lögreglustöð þar sem hann var handjárnaður og umkringdur lögregluþjónum. „Hann sagðist sjá eftir þessu. Hann baðst afsökunar. Hann virtist týndur, alveg týndur,“ sagði James. „Þetta var í síðasta sinn sem við sáum hann.“ Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Hjónin sem leyfðu Nikolas Cruz að búa hjá sér eftir að móðir hans dó segjast ekki hafa haft hugmynd um að „skrímsli“ byggi með þeim. Þau hafa lýst honum sem þunglyndum og sérstökum en indælum dreng sem hafi virst vera á réttri leið. Cruz skaut 17 manns til bana í skóla sem honum hafði verið vísað úr í Flórída á miðvikudaginn. Cruz var vinur sonar þeirra James og Kimberley Snead og leyfðu þau honum að flytja inn í lok nóvember, eftir að móðir hans, sem ættleiddi hann þegar hann var ungur, dó vegna lungnabólgu. Þau hjón ræddu við blaðamann héraðsmiðilsins Sun Sentinel.Móðir Cruz hafði tilkynnt hann til lögreglu fyrir ofbeldisfulla hegðun og hann var einnig rannsakaður árið 2016 eftir að hann birti myndband á Snapchat þar sem hann skar sig á höndina og talaði um að kaupa sér byssu. „Allt sem allir aðrir virðast hafa vitað, sáum við ekki. Það er svo einfalt,“ segir James. „Við sáum ekki þessa hlið á honum,“ segir Kimberly.Virtist ánægðari Þau segja Cruz hafa átt þrjá hálfsjálfvirka riffla, hnífa og fleiri vopn. Þau vopn hafi þó verið læst inn í skáp og sagðist James hafa talið sig hafa eina lykilinn. Þó sé nú ljóst að Cruz hafi einnig verið með lykil. Þau eigi sjálf skotvopn og hafi ekki séð neitt óeðlilegt við byssur Cruz. Þá segir Kimberly að Cruz hafi að vissu leyti verið barnalegur þegar hann flutti inn til þeirra. Hann hafi ekki kunnað að elda, þvo föt sín, taka til og jafnvel að nota örbylgjuofn. Þau grínuðust með að hann væri að taka grunnnámskeið í því að vera fullorðinn. Cruz virtist verða ánægðari og var mjög spenntur fyrir því að ganga í her Bandaríkjanna. Fimm dögum fyrir árásina fór Kimberly með Cruz til sálfræðings og segir hún hann hafa verið tilbúinn til meðferðar ef sjúkratryggingar hans borguðu hana.Sáu enga undarlega hegðun Fregnir hafa birst af því að Cruz hafi misþyrmt dýrum. Þau James og Kimberly urðu þó ekkert vör við það og segjast eiga tvo hunda og sex ketti. Þau segja Cruz hafa umgengist heimilisdýrin af alúð. Daginn sem árásin átti sér stað, miðvikudaginn 14. febrúar, sá Kimberley Cruz um klukkan tíu um morguninn. Hann sagðist ætla að fara að veiða og var farinn þegar hún sneri aftur heim skömmu seinna. Seinna um daginn ákvað hún að leggja sig þar sem hún átti að mæta á næturvakt um kvöldið. Um klukkan hálf þrjú hringdi sonur þeirra í James og sagði honum frá árásinni. Honum hafði tekist að flýja skólann en sagðist heyra skothríð þar. Skömmu seinna hringdi lögregluþjónn í James og spurði hann hvar Nikolas, sonur hans, væri. James svaraði á þá leið að Nikolas væri ekki sonur hans og hann vissi ekki hvar hann væri. Þá var James á leiðinni að sækja raunverulegan son sinn. Hann segir það hafa tekið sig smá stund að átta sig á því sem lögregluþjónninn hefði sagt. Þá hafi hann hringt strax til baka og sagt að hann hafi síðast vitað af Cruz á heimili sínu með eiginkonu sinni.Óttaðist um Kimberly Hann bað lögregluþjóninn um að fara heim til sín og ganga úr skugga um að það væri í lagi með Kimberly. Hún var þó enn sofandi og Cruz hafði verið handtekinn áður en lögregluþjónar komu heim til hennar. Þau James og Kimberly hafa ekki hugmynd um af hverju Cruz myrti sautján manns. Hjónin segjast handviss um Cruz hafi orðið fyrir einelti í skólanum og að hann hafi virst mjög einmana. Síðast sáu þau Cruz á lögreglustöð þar sem hann var handjárnaður og umkringdur lögregluþjónum. „Hann sagðist sjá eftir þessu. Hann baðst afsökunar. Hann virtist týndur, alveg týndur,“ sagði James. „Þetta var í síðasta sinn sem við sáum hann.“
Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent