Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru. BAFTA Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Gucci gefur hálfa milljón bandaríkjadala Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Kardashian fjölskyldan rænd í annað sinn Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Götutískan í Ástralíu Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour „Ég held að gríman sé hluti af því pönki“ Glamour
Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru.
BAFTA Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Gucci gefur hálfa milljón bandaríkjadala Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Kardashian fjölskyldan rænd í annað sinn Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Götutískan í Ástralíu Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour „Ég held að gríman sé hluti af því pönki“ Glamour