Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Silfraði bjargvætturinn? Laxeldið virðist gera Vestfirði aftur ákjósanlega til búsetu. Fjölgun þar er meiri en meðaltal á landinu síðustu 5 ár. Vísir/Aron Ingi Í árslok bjuggu um 7.000 íbúar á Vestfjörðum en Vestfirðingum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu 100 ár. Þegar mest var voru Vestfirðingar um 13.400 talsins. Fækkun til sveita hefur haft hvað mest áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum. Íbúum í þéttbýli hefur hins vegar fjölgað á þessum tíma. Árið 1920 bjuggu aðeins tæplega 2.000 manns á Ísafirði en nú búa í hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðar tæplega 4.000 manns sem sýnir á einhvern hátt þá breytingu sem hefur átt sér stað í stærsta sveitarfélagi landshlutans. Einnig er áhugavert að sjá að fjölgunin í Vesturbyggð síðustu fimm ár er meiri en landsmeðaltalið sem segir okkur að sunnanverðir Vestfirðir eru ákjósanlegt búsetusvæði séu atvinnutækifæri fyrir hendi.Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar.Tvö sveitarfélög hins vegar skera sig úr hvað varðar fólksfækkun. Íbúum í Strandabyggð fækkar um 11 prósent á síðustu fimm árum, eða rúmlega tvö prósent á ári að meðaltali sem verður að teljast nokkuð mikið. Einnig er mikil fækkun á Tálknafirði en þaðan hefur fimmti hver íbúi farið á síðustu fimm árum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri í sjókvíaeldi blási íbúum von í brjóst og ljóst sé að fjöldi einstaklinga hafi flust vestur til að taka þátt í uppbygginu þessa nýja atvinnuvegar. „Það er alveg ljóst að Vestfirðir eru ákjósanlegir til búsetu. Því er mikilvægt að við setjum fleiri stoðir undir byggðirnar. Þessar nýju stoðir eru ferðaþjónusta og eldi og við erum að sjá fjölskyldur koma hingað í leit að hagstæðu fasteignaverði og tryggri atvinnu,“ segir Arna. Vestfirðir eru í raun þrjú svæði vegna ótryggra samgangna; suðurfirðir, Djúpið og svo Strandirnar. Dýrafjarðargöng munu fækka þessum svæðum í tvö. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir tengingu sunnanverðra Vestfjarða við þjóðveg 1 til háborinnar skammar. „Þá skiptir það engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. þetta er bara til skammar og stendur atvinnulífi hér fyrir þrifum.“ Birtist í Fréttablaðinu Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Í árslok bjuggu um 7.000 íbúar á Vestfjörðum en Vestfirðingum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu 100 ár. Þegar mest var voru Vestfirðingar um 13.400 talsins. Fækkun til sveita hefur haft hvað mest áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum. Íbúum í þéttbýli hefur hins vegar fjölgað á þessum tíma. Árið 1920 bjuggu aðeins tæplega 2.000 manns á Ísafirði en nú búa í hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðar tæplega 4.000 manns sem sýnir á einhvern hátt þá breytingu sem hefur átt sér stað í stærsta sveitarfélagi landshlutans. Einnig er áhugavert að sjá að fjölgunin í Vesturbyggð síðustu fimm ár er meiri en landsmeðaltalið sem segir okkur að sunnanverðir Vestfirðir eru ákjósanlegt búsetusvæði séu atvinnutækifæri fyrir hendi.Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar.Tvö sveitarfélög hins vegar skera sig úr hvað varðar fólksfækkun. Íbúum í Strandabyggð fækkar um 11 prósent á síðustu fimm árum, eða rúmlega tvö prósent á ári að meðaltali sem verður að teljast nokkuð mikið. Einnig er mikil fækkun á Tálknafirði en þaðan hefur fimmti hver íbúi farið á síðustu fimm árum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri í sjókvíaeldi blási íbúum von í brjóst og ljóst sé að fjöldi einstaklinga hafi flust vestur til að taka þátt í uppbygginu þessa nýja atvinnuvegar. „Það er alveg ljóst að Vestfirðir eru ákjósanlegir til búsetu. Því er mikilvægt að við setjum fleiri stoðir undir byggðirnar. Þessar nýju stoðir eru ferðaþjónusta og eldi og við erum að sjá fjölskyldur koma hingað í leit að hagstæðu fasteignaverði og tryggri atvinnu,“ segir Arna. Vestfirðir eru í raun þrjú svæði vegna ótryggra samgangna; suðurfirðir, Djúpið og svo Strandirnar. Dýrafjarðargöng munu fækka þessum svæðum í tvö. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir tengingu sunnanverðra Vestfjarða við þjóðveg 1 til háborinnar skammar. „Þá skiptir það engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. þetta er bara til skammar og stendur atvinnulífi hér fyrir þrifum.“
Birtist í Fréttablaðinu Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00