Nýtt gervigras í Garðabæinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2018 10:30 Stjarnan - Rossiyanka, Meistaradeildin, knattspyrna, fótbolti Nýtt gervigras verður lagt á Samsung-völlinn, aðalfótboltavöll Stjörnunnar, núna í vor. Verkið hefur verið boðið út og var auglýst um helgina. Tilboð í verkið skulu hafa borist 28. febrúar. Athygli vekur að nýja gervigrasið á að vera komið á Samsung-völlinn eigi síðar en 19. apríl. Aðeins níu dögum síðar tekur Stjarnan á móti Keflavík í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur engar áhyggjur af því að tíminn þarna á milli sé of stuttur. „Við gerum væntingar um að verkinu verði lokið þarna,“ segir Sæmundur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja nýtt gervigras á Samsung-völlinn. „Það hefur verið nokkuð ljóst síðan síðasta gras var lagt 2012 að við þyrftum að skipta um eftir einhvern tíma. Og nú er komið að því,“ segir Sæmundur en gervigras var fyrst lagt á Samsung-völlinn 2004. En er þessi ákvörðun, að skipta um gervigras, tekin vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópukeppni? „Gervigras þarf alltaf að uppfylla ákveðnar kröfur. Það fer reglulega í prófun. Kröfurnar eru alltaf að verða meiri og meiri,“ segir Sæmundur. Að hans sögn er gervigrasið á Samsung-vellinum, sem var lagt fyrir sex árum, enn nothæft og engin slysahætta af því. Það sé einfaldlega kominn tími til að endurnýja gervigrasið sem er jafnan í mikilli notkun. Sæmundur segir að leikmenn eigi ekki þurfa tíma til að venjast nýja gervigrasinu áður en það verður byrjað að spila á því. „Er þetta ekki eins fyrir alla? Það er nýtt gras í Kórnum. Menn þurfa engan aðlögunartíma myndi ég halda,“ segir Sæmundur sem bíður spenntur eftir fyrsta heimaleik Stjörnunnar í sumar, á nýja gervigrasinu sem verður fyrsta flokks. „Það verður nýtt og glæsilegt gervigras með öllu sem því fylgir,“ segir Sæmundur og tekur fram að vökvunarkerfi sé ekki hluti af þessu útboði. „Við væntum þess að vökvunarkerfi muni bætast við á næstu misserum,“ segir Sæmundur að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Nýtt gervigras verður lagt á Samsung-völlinn, aðalfótboltavöll Stjörnunnar, núna í vor. Verkið hefur verið boðið út og var auglýst um helgina. Tilboð í verkið skulu hafa borist 28. febrúar. Athygli vekur að nýja gervigrasið á að vera komið á Samsung-völlinn eigi síðar en 19. apríl. Aðeins níu dögum síðar tekur Stjarnan á móti Keflavík í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur engar áhyggjur af því að tíminn þarna á milli sé of stuttur. „Við gerum væntingar um að verkinu verði lokið þarna,“ segir Sæmundur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja nýtt gervigras á Samsung-völlinn. „Það hefur verið nokkuð ljóst síðan síðasta gras var lagt 2012 að við þyrftum að skipta um eftir einhvern tíma. Og nú er komið að því,“ segir Sæmundur en gervigras var fyrst lagt á Samsung-völlinn 2004. En er þessi ákvörðun, að skipta um gervigras, tekin vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópukeppni? „Gervigras þarf alltaf að uppfylla ákveðnar kröfur. Það fer reglulega í prófun. Kröfurnar eru alltaf að verða meiri og meiri,“ segir Sæmundur. Að hans sögn er gervigrasið á Samsung-vellinum, sem var lagt fyrir sex árum, enn nothæft og engin slysahætta af því. Það sé einfaldlega kominn tími til að endurnýja gervigrasið sem er jafnan í mikilli notkun. Sæmundur segir að leikmenn eigi ekki þurfa tíma til að venjast nýja gervigrasinu áður en það verður byrjað að spila á því. „Er þetta ekki eins fyrir alla? Það er nýtt gras í Kórnum. Menn þurfa engan aðlögunartíma myndi ég halda,“ segir Sæmundur sem bíður spenntur eftir fyrsta heimaleik Stjörnunnar í sumar, á nýja gervigrasinu sem verður fyrsta flokks. „Það verður nýtt og glæsilegt gervigras með öllu sem því fylgir,“ segir Sæmundur og tekur fram að vökvunarkerfi sé ekki hluti af þessu útboði. „Við væntum þess að vökvunarkerfi muni bætast við á næstu misserum,“ segir Sæmundur að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira