Tékknesk snjóbrettastjarna skrifar ótrúlega sögu á Vetrarólympíuleikunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. febrúar 2018 06:00 Ester Ledecká sátt með gullið. vísir/getty Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Dagskráin: Körfuboltakvöld, Doc Zone á sunnudegi og lokumferð NFL Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þessi sigur var rosalega mikilvægur“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár „Þetta breytir lífinu“ Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira
Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Dagskráin: Körfuboltakvöld, Doc Zone á sunnudegi og lokumferð NFL Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þessi sigur var rosalega mikilvægur“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár „Þetta breytir lífinu“ Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira