Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 18:45 Fótboltalið skólans staðfesti andlát Feis í dag. Fótboltalið MC Douglas-framhaldsskólans Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída, lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags eftir mannskæða skotárás við skólann í gær. Feis er sagður hafa dáið hetjudauða er hann kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda í öruggt skjól. Árásarmaðurinn, hinn nítján ára Nikolas Cruz, skaut sautján til bana í árasinni. Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð.Sjá einnig: Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríðaKastaði sér í veg fyrir árásarmanninn Í frétt breska ríkisútvarpsins er nokkurra fórnarlamba árásarinnar minnst, þar á meðal fyrrnefnds Aarons Feis. Hann starfaði sem aðstoðarþjálfari fótboltaliðs skólans og gegndi einnig stöðu öryggisvarðar. Vitni að árásinni segja Feis hafa bjargað lífi a.m.k. eins nemanda við skólann en látið lífið við hetjudáðina. Stúlka, sem leitaði til aðalþjálfara liðsins í kjölfar árasarinnar, tjáði honum að Feis hefði kastað sér á milli hennar og árásarmannsins. Í leiðinni hafi hann ýtt henni í öruggt skjól inn um dyr á gangi skólans.. Sjálfur varð Feis þá fyrir skotum úr riffli árásarmannsins og lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags. Nemendur skólans minntust Feis á samfélagsmiðlum í gær og í dag en andlát Feis var staðfest á Twitter-reikningi fótboltaliðs MC Douglas-framhaldsskólans.Can everyone please take a second to pray for my coach today he took serval bullets covering other students at Douglas . pic.twitter.com/8AMG7t6tpH— Charlie Rothkopf (@RothkopfCharlie) February 14, 2018 Þá hafa fleiri nöfn fórnarlambanna sautján verið birt. Jamie Guttenberg, Alyssa Alhadef og Nicholas Dworet létust öll í árásinni. Samkvæmt Facebook-síðum þeirra og yfirlýsingum frá aðstandendum voru þau öll nemendur við skólann þar sem árásin var gerð í gær. This, ladies and gentlemen, if the face of a hero. Coach Aaron Feis was injured protecting a student in the shooting at Marjory Stoneman Douglas High School and, at last report, is in critical condition. He is a friend to all students that know him. He was always so nice to me when I went to school there, and I know he is close with my brother and his friends. Please, take a moment to send healing prayers for him. A post shared by Angelica Losada (@jelly_lo) on Feb 14, 2018 at 2:42pm PST Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída, lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags eftir mannskæða skotárás við skólann í gær. Feis er sagður hafa dáið hetjudauða er hann kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda í öruggt skjól. Árásarmaðurinn, hinn nítján ára Nikolas Cruz, skaut sautján til bana í árasinni. Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð.Sjá einnig: Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríðaKastaði sér í veg fyrir árásarmanninn Í frétt breska ríkisútvarpsins er nokkurra fórnarlamba árásarinnar minnst, þar á meðal fyrrnefnds Aarons Feis. Hann starfaði sem aðstoðarþjálfari fótboltaliðs skólans og gegndi einnig stöðu öryggisvarðar. Vitni að árásinni segja Feis hafa bjargað lífi a.m.k. eins nemanda við skólann en látið lífið við hetjudáðina. Stúlka, sem leitaði til aðalþjálfara liðsins í kjölfar árasarinnar, tjáði honum að Feis hefði kastað sér á milli hennar og árásarmannsins. Í leiðinni hafi hann ýtt henni í öruggt skjól inn um dyr á gangi skólans.. Sjálfur varð Feis þá fyrir skotum úr riffli árásarmannsins og lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags. Nemendur skólans minntust Feis á samfélagsmiðlum í gær og í dag en andlát Feis var staðfest á Twitter-reikningi fótboltaliðs MC Douglas-framhaldsskólans.Can everyone please take a second to pray for my coach today he took serval bullets covering other students at Douglas . pic.twitter.com/8AMG7t6tpH— Charlie Rothkopf (@RothkopfCharlie) February 14, 2018 Þá hafa fleiri nöfn fórnarlambanna sautján verið birt. Jamie Guttenberg, Alyssa Alhadef og Nicholas Dworet létust öll í árásinni. Samkvæmt Facebook-síðum þeirra og yfirlýsingum frá aðstandendum voru þau öll nemendur við skólann þar sem árásin var gerð í gær. This, ladies and gentlemen, if the face of a hero. Coach Aaron Feis was injured protecting a student in the shooting at Marjory Stoneman Douglas High School and, at last report, is in critical condition. He is a friend to all students that know him. He was always so nice to me when I went to school there, and I know he is close with my brother and his friends. Please, take a moment to send healing prayers for him. A post shared by Angelica Losada (@jelly_lo) on Feb 14, 2018 at 2:42pm PST
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45