Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 20:15 Guðni forseti heilsar hér upp á Margréti Danadrottningu en við hlið hennar stendur Hinrik prins. Myndin var tekin í opinberri heimsókn forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid til Danmerkur. Vísir/Getty Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. Hinrik prins hitti fimm af sex forsetum Íslands, alla nema Svein Björnsson. Það vakti athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson og Elíza fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur fyrir ári að prinsinn tók þátt í móttöku þeirra. En hann hafði þá verið pensjónisti í eitt ár. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnist Hinriks með hlýju frá opinberri heimsókn hans og Elízu til Danmerkur í lok janúar í fyrra. Drottningin og Hinrik hafi verið góðir gestgjafar. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni. En það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur. Talaði frönsku við Elízu og fínustu dönsku við mig og lék á alsoddi,“ segir Guðni. Prinsinn hafi verið líflegur og haft gaman af því að ræða samtímastjórnmál og franska vínrækt. Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti hann. En um hann á ég góðar minningar,“ segir Guðni. Urðu vinir eftir opinbera heimsóknVigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands hitti Margréti drottningu og Hinrik í fyrsta skipti þegar hún fór í fræga opinbera heimsókn til Danmerkur árið 1981. Þá varð til sá misskilningur að drottningin hafi boðið Vigdísi upp á kryddsíld, þegar þær áttu í samræðum við blaðamenn sem á dönskunni er kallað krydsild, stundum kallað cross fire á ensku. Út frá þessum misskilningi varð til áramótaþáttur Stöðvar 2, Kryddsíld. „Ég sat við hliðina á Hinriki prins náttúrlega, á milli þeirra hjóna. Þá kom það á daginn að ég get bjargað mér á frönsku og upp frá því urðum við ágætir mátar. Eiginlega vinir Hinrik prins og ég, sagði Vigdís þegar hún rifjaði upp kynni sín af Hinriki og Margréti með fréttamanni í dag. Eftir þetta hittust þau Hinrik og Vigdís oft meðal annars í sameiginlegu kynningarátaki Norðurlandaþjóðanna „Skandinavian Today“ um allan heim. Vináttusamband þeirra lifði áfram eftir að Vigdís lét af embætti forseta Íslands. „Hann var svo vænn maður - skemmtilegur og ég er nú að hnjóta um að það er ekki til neitt almennilegt orð yfir sjarmerandi á Íslensku. Hann var heillandi, hafði persónutöfra. Svo var hann gamansamur og fyndinn. Þann kann ég alltaf best að meta og við urðum ágætis vinir,“ segir Vigdís sem segist síðast hafa hitt Hinrik fyrir um þremur árum. Danmörk Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. Hinrik prins hitti fimm af sex forsetum Íslands, alla nema Svein Björnsson. Það vakti athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson og Elíza fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur fyrir ári að prinsinn tók þátt í móttöku þeirra. En hann hafði þá verið pensjónisti í eitt ár. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnist Hinriks með hlýju frá opinberri heimsókn hans og Elízu til Danmerkur í lok janúar í fyrra. Drottningin og Hinrik hafi verið góðir gestgjafar. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni. En það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur. Talaði frönsku við Elízu og fínustu dönsku við mig og lék á alsoddi,“ segir Guðni. Prinsinn hafi verið líflegur og haft gaman af því að ræða samtímastjórnmál og franska vínrækt. Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti hann. En um hann á ég góðar minningar,“ segir Guðni. Urðu vinir eftir opinbera heimsóknVigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands hitti Margréti drottningu og Hinrik í fyrsta skipti þegar hún fór í fræga opinbera heimsókn til Danmerkur árið 1981. Þá varð til sá misskilningur að drottningin hafi boðið Vigdísi upp á kryddsíld, þegar þær áttu í samræðum við blaðamenn sem á dönskunni er kallað krydsild, stundum kallað cross fire á ensku. Út frá þessum misskilningi varð til áramótaþáttur Stöðvar 2, Kryddsíld. „Ég sat við hliðina á Hinriki prins náttúrlega, á milli þeirra hjóna. Þá kom það á daginn að ég get bjargað mér á frönsku og upp frá því urðum við ágætir mátar. Eiginlega vinir Hinrik prins og ég, sagði Vigdís þegar hún rifjaði upp kynni sín af Hinriki og Margréti með fréttamanni í dag. Eftir þetta hittust þau Hinrik og Vigdís oft meðal annars í sameiginlegu kynningarátaki Norðurlandaþjóðanna „Skandinavian Today“ um allan heim. Vináttusamband þeirra lifði áfram eftir að Vigdís lét af embætti forseta Íslands. „Hann var svo vænn maður - skemmtilegur og ég er nú að hnjóta um að það er ekki til neitt almennilegt orð yfir sjarmerandi á Íslensku. Hann var heillandi, hafði persónutöfra. Svo var hann gamansamur og fyndinn. Þann kann ég alltaf best að meta og við urðum ágætis vinir,“ segir Vigdís sem segist síðast hafa hitt Hinrik fyrir um þremur árum.
Danmörk Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38
Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44