Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 08:44 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu greiðsluna vegna aksturskostnaðar af þingmönnum í fyrra. Vísir/Vilhelm Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 kostar það Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, rúmlega tvær milljónir króna á ári að reka Kia Sportage-bíl sinn miðað við notkun hans í fyrra. Það er um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. Sjá einnig:Fjöldi þingmanna fer ekki að reglum Var Ásmundur sá þingmaður sem fékk mest greitt í aksturskostnað frá Alþingi á liðnu ári en samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarsson, þingmanns Pírata, ók Ásmundur 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. Samkvæmt útreikningum FÍB er rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar, með fjármagnskostnaði, 2,07 milljónir á ári. Um er að ræða Kia Sportage-jeppling sem er fjórhjóladrifinn og gengur fyrir dísilolíu. Ef um væri að ræða nýjan bíl væri rekstrarkostnaðurinn 2,44 milljónir króna á ári. Reikningsdæmi FÍB fyrir Morgunútvarpið lítur svona út en nánar má lesa um forsendur þess á vef RÚV: 653.676 kr – Dísilolía 270.000 kr – Viðhald og viðgerðir 90.000 kr – Hjólbarðar 160.000 kr – Tryggingar 26.000 kr – Skattar og skoðun 13.000 kr – Bílastæðakostnaður 36.000 kr – Þrif og fleira 684.000 kr – Verðrýrnun 138.700 kr – Fjármagnskostnaður Samtals: 2.071.376 krónur Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 kostar það Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, rúmlega tvær milljónir króna á ári að reka Kia Sportage-bíl sinn miðað við notkun hans í fyrra. Það er um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. Sjá einnig:Fjöldi þingmanna fer ekki að reglum Var Ásmundur sá þingmaður sem fékk mest greitt í aksturskostnað frá Alþingi á liðnu ári en samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarsson, þingmanns Pírata, ók Ásmundur 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. Samkvæmt útreikningum FÍB er rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar, með fjármagnskostnaði, 2,07 milljónir á ári. Um er að ræða Kia Sportage-jeppling sem er fjórhjóladrifinn og gengur fyrir dísilolíu. Ef um væri að ræða nýjan bíl væri rekstrarkostnaðurinn 2,44 milljónir króna á ári. Reikningsdæmi FÍB fyrir Morgunútvarpið lítur svona út en nánar má lesa um forsendur þess á vef RÚV: 653.676 kr – Dísilolía 270.000 kr – Viðhald og viðgerðir 90.000 kr – Hjólbarðar 160.000 kr – Tryggingar 26.000 kr – Skattar og skoðun 13.000 kr – Bílastæðakostnaður 36.000 kr – Þrif og fleira 684.000 kr – Verðrýrnun 138.700 kr – Fjármagnskostnaður Samtals: 2.071.376 krónur
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02