Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2018 12:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist aldrei hafa dottið í hug að niðurstaðan úr því að hann tæki oddvita flokksins í borginni með sér á fund með kjörnum fulltrúum yrði sú að honum yrði vísað á dyr.Eins og Vísir fjallaði um í hádeginu vísaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Eyþóri á dyr við upphaf fundar borgarstjórnar með þingmönnum Reykjavíkur í gær. Ástæðan var sú að Eyþóri hafði ekki verið boðið á fundinn. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi,“ sagði Dagur við Vísi. Vigdís er sem kunnugt er oddviti Miðflokksins í borginni. Guðlaugur Þór var hinn léttasti þegar hann svarði símtali Vísis.Eyþór Arnalds þurfti frá að hverfa af fundinum í gær.Vísir/EyþórFyndið og vandæðalegt „Ég boðaði Eyþór á fundinn,“ segir Guðlaugur. Það liggi fyrir að Eyþór sé oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og fundir á borð við þennan séu fyrst og fremst til að upplýsa hver annan. „Þetta eru engir kappræðufundir heldur verið að huga að hagsmunum Reykjavíkur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í að það yrðu gerðar athugasemdir við þetta,“ segir Guðlaugur hlæjandi. Hann hafi verið í stjórnmálum lengi en uppákoman sé að hans mati einstök. „Þetta var bæði fyndið og vandræðalegt. Þetta var svona „ég er ekki að trúa þessu“ augnablik. „Nei, hann er ekki að segja þetta“,“ segir Guðlaugur þegar hann rifjar upp sína upplifun af fundinum. Hann segist síður vilja gera ágreiningsmál úr hlutum þegar engin þörf sé á því.Dagur segist tilbúinn að funda með oddvitum í borginni síðar.Vísir/ErnirMálinu lokið af hálfu Guðlaugs „Eyþór tók þessu afskaplega vel. Ég tek á mig fulla ábyrgð að hafa boðað hann á fundinn, af augljósum ástæðum.“ Hann segir mikilvægt fyrir þá sem séu í aðstöðu á borð við Eyþór, í oddvita sæti flokks í borginni, hafi tækifæri til að fyrir yfir þessi mál. Að öðru leyti segir hann málinu lokið af sinni hálfu. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist aldrei hafa dottið í hug að niðurstaðan úr því að hann tæki oddvita flokksins í borginni með sér á fund með kjörnum fulltrúum yrði sú að honum yrði vísað á dyr.Eins og Vísir fjallaði um í hádeginu vísaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Eyþóri á dyr við upphaf fundar borgarstjórnar með þingmönnum Reykjavíkur í gær. Ástæðan var sú að Eyþóri hafði ekki verið boðið á fundinn. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi,“ sagði Dagur við Vísi. Vigdís er sem kunnugt er oddviti Miðflokksins í borginni. Guðlaugur Þór var hinn léttasti þegar hann svarði símtali Vísis.Eyþór Arnalds þurfti frá að hverfa af fundinum í gær.Vísir/EyþórFyndið og vandæðalegt „Ég boðaði Eyþór á fundinn,“ segir Guðlaugur. Það liggi fyrir að Eyþór sé oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og fundir á borð við þennan séu fyrst og fremst til að upplýsa hver annan. „Þetta eru engir kappræðufundir heldur verið að huga að hagsmunum Reykjavíkur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í að það yrðu gerðar athugasemdir við þetta,“ segir Guðlaugur hlæjandi. Hann hafi verið í stjórnmálum lengi en uppákoman sé að hans mati einstök. „Þetta var bæði fyndið og vandræðalegt. Þetta var svona „ég er ekki að trúa þessu“ augnablik. „Nei, hann er ekki að segja þetta“,“ segir Guðlaugur þegar hann rifjar upp sína upplifun af fundinum. Hann segist síður vilja gera ágreiningsmál úr hlutum þegar engin þörf sé á því.Dagur segist tilbúinn að funda með oddvitum í borginni síðar.Vísir/ErnirMálinu lokið af hálfu Guðlaugs „Eyþór tók þessu afskaplega vel. Ég tek á mig fulla ábyrgð að hafa boðað hann á fundinn, af augljósum ástæðum.“ Hann segir mikilvægt fyrir þá sem séu í aðstöðu á borð við Eyþór, í oddvita sæti flokks í borginni, hafi tækifæri til að fyrir yfir þessi mál. Að öðru leyti segir hann málinu lokið af sinni hálfu. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01