Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 18:12 Lögreglan viðurkennir mistök. Sigurjón Ólason Almennt var vinna í máli karlmanns, sem kærður var fyrir kynferðisbrot og unnið hafði með börnum hjá Reykjavíkurborg, ekki í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi á Hverfisgötu klukkan 17.15 í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður. Á fundinum kom auk þess fram að Karl Steinar tekur til starfa sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar þann 1. apríl, næstkomandi.Fullt tilefni til rannsóknarKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, segir að miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar málið kom fyrst á borð lögreglu þann 24. ágúst 2017 hefði fullt tilefni verið til að rannsaka starfsvettvang hins kærða í ljósi þess að hann hefði börn í sinni umsjón. Það hafi aftur á móti ekki verið gert. Fyrstu merki um um samskipti lögreglu og barnaverndaryfirvalda eru skráð í umsýslukerfi lögreglu að morgni þriðjudags 16. janúar 2018. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ segir Karl Steinar.Hér fyrir neðan má sjá upptöku Vísis af blaðamannafundinum.Svöruðu ekki tölvupóstinum Karl Steinar segir að fyrstu mistök við meðferð málsins hafi átt sér stað þegar réttargæslumaður hafði samband við lögreglufulltrúa í gegnum tölvupóst og honum ekki svarað af hálfu lögreglu. Honum barst ekki svar vegna þess að téður lögreglufulltrúi var veikur en hann hafði gleymt að taka skilmerkilega fram að hann væri fjarverandi. Lögreglufulltrúinn áframsendi tölvupóstinn á staðgengil en það leiddi heldur ekki til viðbragða. Fyrstu mistök sem gerð voru í meðferð málsins hafi leitt af sér fleiri mistök og þannig komið í veg fyrir að málið færi í eðlilegan farveg.Setja átján mál í forgang Skýrslan sem unnin var í kjölfar innri athugunar á málinu leiddi í ljós að brýn þörf sé á breytingum innan deildarinnar. Endurmeta þarf verklag, fjölga þarf lögreglufulltrúum um sex stöðugildi, auka þarf teymisvinnu og þá er undirstrikað mikilvægi góðra samskipta lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Innri athugun lögreglunnar tók til 173 mála en afrakstur þeirrar vinnu leiðir til þess að lögreglan hefur ákveðið að setja 18 mál í forgang. Breytingartillögur sem fram koma í skýrslunni voru samþykktar í morgun á fundi yfirstjórnar lögregluembættisins. Sigríður Björk segir að skynsamlegt sé að endurmeta nálgunina reglulega. „Við vildum ekki fá fleiri svona mál um og vildum fyrirbyggja að það gerðist. Þess vegna fórum við í þessa skoðun.“ Vilja samræma verklag lögreglu á landsvísu Breytingarnar sem ráðist verður í taka auk þess til landsins í heild sinni. „Við teljum mjög brýnt að það verði samræmt fyrir öll lið landsins,“ segir Karl Steinar. Ríkissaksóknari hafi sett á verklag árið 2002 sem tók til lögreglunnar á landsvísu en það var hins vegar fellt úr gildi árið 2009. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu Vísis frá fundinum.
Almennt var vinna í máli karlmanns, sem kærður var fyrir kynferðisbrot og unnið hafði með börnum hjá Reykjavíkurborg, ekki í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi á Hverfisgötu klukkan 17.15 í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður. Á fundinum kom auk þess fram að Karl Steinar tekur til starfa sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar þann 1. apríl, næstkomandi.Fullt tilefni til rannsóknarKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, segir að miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar málið kom fyrst á borð lögreglu þann 24. ágúst 2017 hefði fullt tilefni verið til að rannsaka starfsvettvang hins kærða í ljósi þess að hann hefði börn í sinni umsjón. Það hafi aftur á móti ekki verið gert. Fyrstu merki um um samskipti lögreglu og barnaverndaryfirvalda eru skráð í umsýslukerfi lögreglu að morgni þriðjudags 16. janúar 2018. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ segir Karl Steinar.Hér fyrir neðan má sjá upptöku Vísis af blaðamannafundinum.Svöruðu ekki tölvupóstinum Karl Steinar segir að fyrstu mistök við meðferð málsins hafi átt sér stað þegar réttargæslumaður hafði samband við lögreglufulltrúa í gegnum tölvupóst og honum ekki svarað af hálfu lögreglu. Honum barst ekki svar vegna þess að téður lögreglufulltrúi var veikur en hann hafði gleymt að taka skilmerkilega fram að hann væri fjarverandi. Lögreglufulltrúinn áframsendi tölvupóstinn á staðgengil en það leiddi heldur ekki til viðbragða. Fyrstu mistök sem gerð voru í meðferð málsins hafi leitt af sér fleiri mistök og þannig komið í veg fyrir að málið færi í eðlilegan farveg.Setja átján mál í forgang Skýrslan sem unnin var í kjölfar innri athugunar á málinu leiddi í ljós að brýn þörf sé á breytingum innan deildarinnar. Endurmeta þarf verklag, fjölga þarf lögreglufulltrúum um sex stöðugildi, auka þarf teymisvinnu og þá er undirstrikað mikilvægi góðra samskipta lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Innri athugun lögreglunnar tók til 173 mála en afrakstur þeirrar vinnu leiðir til þess að lögreglan hefur ákveðið að setja 18 mál í forgang. Breytingartillögur sem fram koma í skýrslunni voru samþykktar í morgun á fundi yfirstjórnar lögregluembættisins. Sigríður Björk segir að skynsamlegt sé að endurmeta nálgunina reglulega. „Við vildum ekki fá fleiri svona mál um og vildum fyrirbyggja að það gerðist. Þess vegna fórum við í þessa skoðun.“ Vilja samræma verklag lögreglu á landsvísu Breytingarnar sem ráðist verður í taka auk þess til landsins í heild sinni. „Við teljum mjög brýnt að það verði samræmt fyrir öll lið landsins,“ segir Karl Steinar. Ríkissaksóknari hafi sett á verklag árið 2002 sem tók til lögreglunnar á landsvísu en það var hins vegar fellt úr gildi árið 2009. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu Vísis frá fundinum.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira