Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2018 22:00 Jóhann segir uppbygginguna hafa verið nánast alla á Suðurnesjum og að þeim fylgi fleiri störf en menn ætli í fyrstu. Vísir/Getty Gagnaver á Reykjanesi gætu tekið fram úr heimilum landsins á þessu ári þegar kemur að orkunotkun. Þetta segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. Hann segir mikinn uppgang í gagnaveituiðnaðinum hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfi sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafi leitað eftir því að byggja gagnaver hér. Bæði sé verið að sækjast eftir grænni orku, náttúrulegri kælingu og góðri þjónustu. Jóhann ræddi nýverið við blaðamann AP fréttaveitunnar og blaðamann BBC í dag, fjölmiðlarnir hafa í dag sýnt mikinn áhuga á þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað á Reykjanesi.Jóhann segist í samtali við Vísi ekki vera að skipta sér að því hvað sé nákvæmlega að gerast í gagnaverum en leiða megi líkur að því að svokallaðar rafmyntanámur séu þar umfangsmiklar. Útgáfa rafmynta á borð við Bitcoin og Ether byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Þeim sem útvega nauðsynlegan tækjabúnað, eða eins og í tilfelli Genesis mörg þúsundir skjákorta og annan tölvubúnað, með mikla reiknigetu til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur, er launað með nýjum rafmyntum fyrir aðstoð við útgáfu nýrra skráa.Ör uppbygging Jóhann segir uppbygginguna vera mjög öra og hann skýtur á að gagnaverin væru komin upp í um hundrað megavatta aflnotkun í lok árs. Hins vegar hafi hann ekki alla myndina. Tölurnar séu mjög gróflega reiknaðar en Jóhann býst frekar við því að þetta sé varlega ályktað en annað. Varðandi samanburð á notkun gagnavera og notkun heimila segir Jóhann best að notast við orkunotkun frekar en aflnotkun. Þar sé notast við megavattstundir. Þar hafi gagnaverin farið fram úr. „Ef við miðum við að gagnaver á Íslandi noti hundrað megavött þá er hægt að reikna út að þau noti 840 gígavattstundir. Heimilin á Íslandi er ég að skjóta á að noti um 700 gígavattstundir.“ Þá tölu fékk hann út með að bera saman meðalorkunotkun heimila og fjölda heimila samkvæmt Þjóðskrá.Áhugi sprungið út „Þetta er gríðarleg aukning og þetta hefur gerst mjög hratt. Það er mikill áhugi erlendra aðila og innlendra líka að byggja gagnaver á Íslandi,“ segir Jóhann og bætir við að áhuginn hafi í raun sprungið út á síðustu mánuðum. Fyrir hans leiti taki HS Orka við fjölmörgum fyrirspurnum. „Menn hafa farið rólega af stað og svo verður þessi sprenging. Þetta er auðvitað grænn iðnaður og fyrirtækin eru að leita til Íslands eftir endurnýjanlegri orku. Ólíkt mörgu og öðru mengar þetta ekki neitt. Þetta er þægilegur nágranni í sveitarfélagi.“Nánast öll uppbygging á Suðurnesjum Jóhann segir uppbygginguna hafa verið nánast alla á Suðurnesjum og að þeim fylgi fleiri störf en menn ætli í fyrstu. Mörg sérhæfð og skapandi störf myndist í kringum þessa starfsemi. Sömuleiðis séu jákvæðir þættir sem snúi að sveitarfélögum. Varðandi þennan mikla áhuga sem fyrirtæki sýni Reykjanesi segir Jóhann að aðallega séu tvær ástæður fyrir því. „HS Veitur hafa einfaldlega staðið sig mjög vel í því að sinna þessum aðilum og hafa fundið lausnir sem að henta þeim. Þetta er svolítið nýr iðnaður hérna á Íslandi og hann lútir ekki alveg sami lögmálum og þessi hefðbundni iðnaður.“ Svo hafi gott kynningarstarf Kadco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, skilað árangri.Eins og að grafa eftir gulli Í umfjöllun AP er rætt við starfsmann fyrirtækisins Genesis Mining, sem er stór aðili í námugreftri rafmynta. Genesis Mining var stofnaði í Þýskalandi en starfsemi þess var flutt til Íslands árið 2014 þegar Bitcoin hækkaði úr 350 dölum í um þúsund dali. „Það sem við gerum hér er eins og að grafa eftir gulli,“ segir Helmut Rauth. „Námugröftur okkar er umfangsmikill og við erum að koma gullinu til fólksins.“Sjá einnig: Setja um 2,2 milljarða í rafmyntanámu í Reykjanesbæ Marco Streng, forstjóri móðurfélagsins Genesis Group, hefur í viðtölum við erlenda fjölmiðla lýst aðdáun sinni á Íslandi og bent á að hér sé ofgnótt vistvænnar raforku. Forstjórinn hefur fullyrt að fyrirtækið kaupi raforku fyrir um eina milljón evra á mánuði, eða jafnvirði 123 milljóna króna, og að hann hafi áhuga á að kaupa jarðvarmaorkuver hér á landi. Tengdar fréttir Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. 13. febrúar 2018 21:30 Opna íslenskan skiptimarkað með rafmyntina Bitcoin í fyrsta sinn Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. 30. janúar 2018 07:15 Fjarri lagi að Smári sé Bitcoin-milljónamæringur Smári McCarthy, þingmaður Pírata, telur að skilgreina þurfi rafræna gjaldmiðla á borð við Bitcoin áður en ráðist er í gerð lagaramma utan um þá. Einnig þurfi að fá botn í það hvað felist í greinum hegningarlaga um peningafals og gjaldmiðlaskipti, enda höfum við á undanförnum árum upplifað fjármálagjörninga sem áður voru taldir óhugsandi. 24. desember 2017 11:30 Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. 9. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Gagnaver á Reykjanesi gætu tekið fram úr heimilum landsins á þessu ári þegar kemur að orkunotkun. Þetta segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. Hann segir mikinn uppgang í gagnaveituiðnaðinum hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfi sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafi leitað eftir því að byggja gagnaver hér. Bæði sé verið að sækjast eftir grænni orku, náttúrulegri kælingu og góðri þjónustu. Jóhann ræddi nýverið við blaðamann AP fréttaveitunnar og blaðamann BBC í dag, fjölmiðlarnir hafa í dag sýnt mikinn áhuga á þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað á Reykjanesi.Jóhann segist í samtali við Vísi ekki vera að skipta sér að því hvað sé nákvæmlega að gerast í gagnaverum en leiða megi líkur að því að svokallaðar rafmyntanámur séu þar umfangsmiklar. Útgáfa rafmynta á borð við Bitcoin og Ether byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Þeim sem útvega nauðsynlegan tækjabúnað, eða eins og í tilfelli Genesis mörg þúsundir skjákorta og annan tölvubúnað, með mikla reiknigetu til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur, er launað með nýjum rafmyntum fyrir aðstoð við útgáfu nýrra skráa.Ör uppbygging Jóhann segir uppbygginguna vera mjög öra og hann skýtur á að gagnaverin væru komin upp í um hundrað megavatta aflnotkun í lok árs. Hins vegar hafi hann ekki alla myndina. Tölurnar séu mjög gróflega reiknaðar en Jóhann býst frekar við því að þetta sé varlega ályktað en annað. Varðandi samanburð á notkun gagnavera og notkun heimila segir Jóhann best að notast við orkunotkun frekar en aflnotkun. Þar sé notast við megavattstundir. Þar hafi gagnaverin farið fram úr. „Ef við miðum við að gagnaver á Íslandi noti hundrað megavött þá er hægt að reikna út að þau noti 840 gígavattstundir. Heimilin á Íslandi er ég að skjóta á að noti um 700 gígavattstundir.“ Þá tölu fékk hann út með að bera saman meðalorkunotkun heimila og fjölda heimila samkvæmt Þjóðskrá.Áhugi sprungið út „Þetta er gríðarleg aukning og þetta hefur gerst mjög hratt. Það er mikill áhugi erlendra aðila og innlendra líka að byggja gagnaver á Íslandi,“ segir Jóhann og bætir við að áhuginn hafi í raun sprungið út á síðustu mánuðum. Fyrir hans leiti taki HS Orka við fjölmörgum fyrirspurnum. „Menn hafa farið rólega af stað og svo verður þessi sprenging. Þetta er auðvitað grænn iðnaður og fyrirtækin eru að leita til Íslands eftir endurnýjanlegri orku. Ólíkt mörgu og öðru mengar þetta ekki neitt. Þetta er þægilegur nágranni í sveitarfélagi.“Nánast öll uppbygging á Suðurnesjum Jóhann segir uppbygginguna hafa verið nánast alla á Suðurnesjum og að þeim fylgi fleiri störf en menn ætli í fyrstu. Mörg sérhæfð og skapandi störf myndist í kringum þessa starfsemi. Sömuleiðis séu jákvæðir þættir sem snúi að sveitarfélögum. Varðandi þennan mikla áhuga sem fyrirtæki sýni Reykjanesi segir Jóhann að aðallega séu tvær ástæður fyrir því. „HS Veitur hafa einfaldlega staðið sig mjög vel í því að sinna þessum aðilum og hafa fundið lausnir sem að henta þeim. Þetta er svolítið nýr iðnaður hérna á Íslandi og hann lútir ekki alveg sami lögmálum og þessi hefðbundni iðnaður.“ Svo hafi gott kynningarstarf Kadco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, skilað árangri.Eins og að grafa eftir gulli Í umfjöllun AP er rætt við starfsmann fyrirtækisins Genesis Mining, sem er stór aðili í námugreftri rafmynta. Genesis Mining var stofnaði í Þýskalandi en starfsemi þess var flutt til Íslands árið 2014 þegar Bitcoin hækkaði úr 350 dölum í um þúsund dali. „Það sem við gerum hér er eins og að grafa eftir gulli,“ segir Helmut Rauth. „Námugröftur okkar er umfangsmikill og við erum að koma gullinu til fólksins.“Sjá einnig: Setja um 2,2 milljarða í rafmyntanámu í Reykjanesbæ Marco Streng, forstjóri móðurfélagsins Genesis Group, hefur í viðtölum við erlenda fjölmiðla lýst aðdáun sinni á Íslandi og bent á að hér sé ofgnótt vistvænnar raforku. Forstjórinn hefur fullyrt að fyrirtækið kaupi raforku fyrir um eina milljón evra á mánuði, eða jafnvirði 123 milljóna króna, og að hann hafi áhuga á að kaupa jarðvarmaorkuver hér á landi.
Tengdar fréttir Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. 13. febrúar 2018 21:30 Opna íslenskan skiptimarkað með rafmyntina Bitcoin í fyrsta sinn Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. 30. janúar 2018 07:15 Fjarri lagi að Smári sé Bitcoin-milljónamæringur Smári McCarthy, þingmaður Pírata, telur að skilgreina þurfi rafræna gjaldmiðla á borð við Bitcoin áður en ráðist er í gerð lagaramma utan um þá. Einnig þurfi að fá botn í það hvað felist í greinum hegningarlaga um peningafals og gjaldmiðlaskipti, enda höfum við á undanförnum árum upplifað fjármálagjörninga sem áður voru taldir óhugsandi. 24. desember 2017 11:30 Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. 9. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. 13. febrúar 2018 21:30
Opna íslenskan skiptimarkað með rafmyntina Bitcoin í fyrsta sinn Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. 30. janúar 2018 07:15
Fjarri lagi að Smári sé Bitcoin-milljónamæringur Smári McCarthy, þingmaður Pírata, telur að skilgreina þurfi rafræna gjaldmiðla á borð við Bitcoin áður en ráðist er í gerð lagaramma utan um þá. Einnig þurfi að fá botn í það hvað felist í greinum hegningarlaga um peningafals og gjaldmiðlaskipti, enda höfum við á undanförnum árum upplifað fjármálagjörninga sem áður voru taldir óhugsandi. 24. desember 2017 11:30
Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. 9. febrúar 2018 13:31