Hefur áhyggjur af stéttaskiptingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 12:31 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna í menntamálum. „Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
„Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira