„Skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 11:15 Loft er lævi blandið á Ítali eftir að sex innflytjendur voru særðir að morgni laugardags 3. febrúar síðastliðinn, Vísir/afp Þúsundir fylktu liði í ítalska smábænum Macerata í gær þegar vika er liðin frá því að hvítur þjóðernissinni ók um bæinn vopnaður byssu, leitaði gagngert að innflytjendum og lituðum einstaklingum og hleypti af. Skotrásin varði í tvær klukkustundir með þeim afleiðingum að sex innflytjendur særðust og þar af einn alvarlega. Lögreglan á Ítalíu segir að rasísk viðhorf liggi að baki árásinni. Rétt áður en lögreglan náði að handtaka hinn tuttugu og átta ára gamla Luca Traini, segja sjónarvottar að hann hafi sveipað um sig ítalska fánanum, heilsað að hætti fasista og kallað „lengi lifi ítalska þjóðin“. Þetta kemur fram á vef Reuters. Íbúar Macerata eru slegnir óhug eftir árásina.vísir/afpHryðjuverkamaðurinn hleypti auk þess af skotum á skrifstofur valdhafandi stjórnmálaflokk, vinstri miðjuflokks Demókrata í Macerata. Engan sakaði. Áður hafði Traini boðið sig fram undir merkjum stjórnmálaflokksins Norðurbandalagsins, sem þekktur er fyrir harða stefnu í innflytjendamálum, en hann hlaut ekki brautargengi. Flokkurinn er í bandalagi með flokki fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.Ítalir fylktu í gær liði til að sýna hinum særðu samhug og einnig til að stemma stigu við uppgang fasisma í landinu þegar aðeins örfáar vikur eru til þingkosninga.visir/afpÞingkosningar á næsta leiti Loft er lævi blandið á Ítalíu nú um mundir og eru íbúar Macerata eru slegnir óhug og harmi en samkvæmt Guardian veigra margir stjórnmálamenn sér við að taka afgerandi afstöðu með fórnarlömbum og innflytjendum af ótta við að missa atkvæði í komandi þingkosningum en ítalska þjóðin gengur til kosninga fjórða mars næstkomandi. Nokkrir stjórnmálamenn - þar á meðal ritari M5S-flokksins - hafa gengið svo langt að reyna að þagga niður í umræðunni af ótta við að missa atkvæði þjóðernissinnaðs kjósendahóps sem óttast útlendinga.Mótmælendur undirstrikuðu ábygð yfirvalda í atvinnuleysismálum. Innflytjendur bæru enga sök í þeim efnum.visir/afpBerjast gegn fasisma Samtök sem berjast gegn fasisma, boðuðu til mótmæla í Macerata í gær. Þúsundir fylktu liði í miðbænum til að sýna fórnarlömbum árásarinnar samstöðu og til þess að berjast gegn uppgangi fasisma. Slagorð mótmælanna var „Ef við búum við atvinnuleysi, skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur!“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Þúsundir fylktu liði í ítalska smábænum Macerata í gær þegar vika er liðin frá því að hvítur þjóðernissinni ók um bæinn vopnaður byssu, leitaði gagngert að innflytjendum og lituðum einstaklingum og hleypti af. Skotrásin varði í tvær klukkustundir með þeim afleiðingum að sex innflytjendur særðust og þar af einn alvarlega. Lögreglan á Ítalíu segir að rasísk viðhorf liggi að baki árásinni. Rétt áður en lögreglan náði að handtaka hinn tuttugu og átta ára gamla Luca Traini, segja sjónarvottar að hann hafi sveipað um sig ítalska fánanum, heilsað að hætti fasista og kallað „lengi lifi ítalska þjóðin“. Þetta kemur fram á vef Reuters. Íbúar Macerata eru slegnir óhug eftir árásina.vísir/afpHryðjuverkamaðurinn hleypti auk þess af skotum á skrifstofur valdhafandi stjórnmálaflokk, vinstri miðjuflokks Demókrata í Macerata. Engan sakaði. Áður hafði Traini boðið sig fram undir merkjum stjórnmálaflokksins Norðurbandalagsins, sem þekktur er fyrir harða stefnu í innflytjendamálum, en hann hlaut ekki brautargengi. Flokkurinn er í bandalagi með flokki fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.Ítalir fylktu í gær liði til að sýna hinum særðu samhug og einnig til að stemma stigu við uppgang fasisma í landinu þegar aðeins örfáar vikur eru til þingkosninga.visir/afpÞingkosningar á næsta leiti Loft er lævi blandið á Ítalíu nú um mundir og eru íbúar Macerata eru slegnir óhug og harmi en samkvæmt Guardian veigra margir stjórnmálamenn sér við að taka afgerandi afstöðu með fórnarlömbum og innflytjendum af ótta við að missa atkvæði í komandi þingkosningum en ítalska þjóðin gengur til kosninga fjórða mars næstkomandi. Nokkrir stjórnmálamenn - þar á meðal ritari M5S-flokksins - hafa gengið svo langt að reyna að þagga niður í umræðunni af ótta við að missa atkvæði þjóðernissinnaðs kjósendahóps sem óttast útlendinga.Mótmælendur undirstrikuðu ábygð yfirvalda í atvinnuleysismálum. Innflytjendur bæru enga sök í þeim efnum.visir/afpBerjast gegn fasisma Samtök sem berjast gegn fasisma, boðuðu til mótmæla í Macerata í gær. Þúsundir fylktu liði í miðbænum til að sýna fórnarlömbum árásarinnar samstöðu og til þess að berjast gegn uppgangi fasisma. Slagorð mótmælanna var „Ef við búum við atvinnuleysi, skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur!“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira