Hannes Þór Halldórsson var allan leikinn í marki Randers í tapi gegn FC Kaupmannahöfn í dag en leikurinn fór 5-1.
FC Kaupmannahöfn var komið í örugga forystu strax á fyrsta hálftímanum en þá varð staðan orðin 3-0. Það var síðan Pieros Sotriou sem skoraði fjórða mark Kaupmannahafnar og gerði út um leikinn.
Nicoloa Poulsen náði aðeins að klóra í bakkann fyrir Randers í byrjun seinni hálfleiksins þegar hann skoraði en það mark kom hreint út sagt of seint.
Lokatölur voru 5-1 fyrir Kaupamannahöfn sem situr í 4.sæti dönsku deildarinnar með 29 stig á meðan Randers er á botninum með 14 stig.
Hannes og félagar fengu skell
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

