Höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag en spár gerðu ráð fyrir Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 12:52 Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40
Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52
Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44