Formaður Stjörnunnar: Mikil niðurlæging fyrir félagið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2018 15:04 Karl formaður er hér að skrifa undir samning við landsliðsmanninn Bjarka Þór Gunnarsson. vísir/ernir Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt. Olís-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt.
Olís-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Sjá meira